Sunnudagur 19.janúar 2020
Pressan

Loftslagslag reitir Þjóðverja til reiði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af barnakór í Köln að syngja eitt lag átti að vera ádeila en hefur valdið heitum umræðum í Þýskalandi og margir blaðamenn hafa fengið líflátshótanir í kjölfarið. Í myndbandinu sést stúlknakór, með stúlkum á aldrinum 9 til 12 ára, standa í upptökuveri hjá þýsku ríkisstöðinni WDR og syngja. Lagið er gamalt þýskt en textinn er nýr og fjallar um loftslagsbreytingarnar og hvernig eldri kynslóðirnar menga eins og þær eigi lífið að leysa.

Amma á jeppa kemur við sögu í textanum en auk þess að aka um á jeppa steikir hún svínakótilettur daglega og það ekki frá lífrænu eldi. Þegar kemur að viðlaginu segir: „Amma mín er gamalt umhverfissvín“.

Í lokin heyrst rödd á ensku, líklegast sem kveðja til sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg, segja: „We will not let you get away with this“ (Þú færð ekki að komast upp með þetta).

Allt var þetta hugsað sem ádeila en eftir að myndbandið var birt á Facebook skömmu eftir jól hefur sannkölluð flóðbylgja viðbragða riðið yfir þýskt samfélag og sér ekki enn fyrir endann á viðbrögðunum.

Margir fréttamenn hjá WED hafa fengið morðhótanir frá fólki sem telst til öfgahægrimanna. Laugardaginn 4. janúar mættu rúmlega 1.000 manns við höfuðstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar í Köln og mótmæltu, til átaka kom. Daginn eftir hengdu fimm öfgahægrimenn borða upp á þak sjónvarpsstöðvarinnar þar sem þeir kröfðust þess að þessum „viðbjóðslegu fjölmiðlaofsóknum“ yrði hætt.

Der Spiegel segir að mikil viðbrögð hafi verið við birtingu myndbandsins meðal öfgahægrimanna, bæði innanlands og utan.

Það er löngu búið að fjarlægja myndbandið af Facebook en það er hægt að sjá það á YouTube. Forstjóri WDR hefur beðist afsökunar en afsökunarbeiðinin hefur verið gagnrýnd. Sumir telja að ekki sé nóg að biðjast afsökunar, einhverjir verði að missa vinnuna vegna málsins. Aðrir telja enga ástæðu til að biðjast afsökunar á myndbandinu enda hafi það verið hugsað sem ádeilumyndband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Þingmaðurinn hjólandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur
Pressan
Fyrir 3 dögum

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum