fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2020
Pressan

Hundurinn þinn er ekki eins gamall og þú heldur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 18:30

Ljósmynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þumalfingurreglan er að eitt mannsár svari til sjö ára í lífi hunds. Þetta er eitthvað sem flestir hafa eflaust heyrt. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þetta er bara ekki rétt. Við þurfum því að endurskoða hvað við teljum hundana okkar gamla.

Vísindamenn, sem vinna við erfðafræðirannsóknir hjá Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum, hafa komist að því að borið saman við menn þá eldist hundar miklu hraðar á fyrstu æviárunum en síðan hægir á öldrunarferlinu. Þessu komust þeir að með því að beina sjónum sínum að efnabreytingum í DNA lifandi vera eftir því sem þær eldast.

Út frá niðurstöðunum útbjuggu þeir nýtt reiknilíkan fyrir útreikning á aldri hunda.

Ef þú átt labrador sem er 12 ára er reikniformúlan: 16 x (12)ln + 31 = 71 ár.

Ef þú átt labrador sem er þriggja mánaða er formúlan: 16 x (0,25)ln + 31 = 9 ár.

Þetta er hægt að gera á venjulegri reiknivél með því að skrifa 16, þvínæst sinnum merkið (x) og því næst aldur hundsins og því næst er ýtt á „In“ takkann og að lokum er skrifað +31 og síðan er 31 bætt við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Þingmaðurinn hjólandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur
Pressan
Fyrir 3 dögum

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum