fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hundurinn þinn er ekki eins gamall og þú heldur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 18:30

Ljósmynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þumalfingurreglan er að eitt mannsár svari til sjö ára í lífi hunds. Þetta er eitthvað sem flestir hafa eflaust heyrt. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þetta er bara ekki rétt. Við þurfum því að endurskoða hvað við teljum hundana okkar gamla.

Vísindamenn, sem vinna við erfðafræðirannsóknir hjá Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum, hafa komist að því að borið saman við menn þá eldist hundar miklu hraðar á fyrstu æviárunum en síðan hægir á öldrunarferlinu. Þessu komust þeir að með því að beina sjónum sínum að efnabreytingum í DNA lifandi vera eftir því sem þær eldast.

Út frá niðurstöðunum útbjuggu þeir nýtt reiknilíkan fyrir útreikning á aldri hunda.

Ef þú átt labrador sem er 12 ára er reikniformúlan: 16 x (12)ln + 31 = 71 ár.

Ef þú átt labrador sem er þriggja mánaða er formúlan: 16 x (0,25)ln + 31 = 9 ár.

Þetta er hægt að gera á venjulegri reiknivél með því að skrifa 16, þvínæst sinnum merkið (x) og því næst aldur hundsins og því næst er ýtt á „In“ takkann og að lokum er skrifað +31 og síðan er 31 bætt við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei