Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Metverð fyrir fasteign í Lundúnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 08:01

2-8A Rutland Gate. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski auðkýfingurinn Cheung Chung Kiu er við það að ganga frá kaupum á lúxuseign í Lundúnum. Ef allt gengur upp mun hann greiða hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í bresku höfuðborginni. Kiu er enginn viðvaningur á sviði fasteignaviðskipta en auður hans byggist á slíkum viðskiptum.

Samkvæmt frétt Bloomberg ætlar Kiu að greiða 200 milljónir punda, sem svara til um 32 milljarða íslenskra króna, fyrir hús sem stendur við 2-8A Rutland Gate í miðborg Lundúna. Kaupin fara fram í gegnum fasteignaþróunarfélag Kiu, CC Land Holdings.

Um er að ræða sjö hæða hús upp á 5.760 fermetra. Í húsinu eru 45 herbergi. Einnig er einkasundlaug í húsinu, líkamsræktarsalur og bílastæðakjallari. Úr húsinu er útsýni yfir Hyde Park og stutt er til Harrods stórverslunarinnar. Þeir sem eru innandyra ættu að geta fundið til töluverðrar öryggistilfinningar því glerið í húsinu er skothelt.

Fasteignamarkaðurinn í Lundúnum hefur verið leikvöllur erlendra milljarðamæringa um langa hríð og hafa þeir þrýst fasteignaverði í borginni upp og er það á stundum óskiljanlega hátt. Þó hefur þetta breyst á undanförnum misserum og í sumum hverfum hefur verðið staðið í stað undanfarin misseri. Einnig hefur óvissan um Brexit haft sitt að segja.

Af þessum sökum vekja þessi fyrirhuguðu viðskipti mikla athygli. Bloomberg segir að fyrra verðmetið sé 140 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði