fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 06:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Martin, 41 árs slökkviliðsmaður í Coverack í Cornwall á Englandi, hefur svarið þess eið að borða aldrei aftur poppkorn. Ástæðan er að hann var nærri dáinn á síðasta ári eftir að hafa reynt að fjarlægja popp sem sat fast á milli tannanna. Það endaði með að hann fékk alvarlega blóðeitrun sem orsakaði sýkingu í hjartanum. Læknar segja að ef hann hefði beðið þremur dögum lengur með að fara til læknis hefði hann dáið.

Cornwall Live skýrir frá þessu.

Allt hófst þetta í september þegar Adam deildi poppkornspoka með eiginkonu sinni, Helen, á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Þá festist eitt popp á milli tanna innst í munninum. Þetta var við að gera hann brjálaðan í þrjá daga og hann reyndi að fjarlægja poppið með tannstöngli og nál úr málmi. Þetta orsakaði blæðingar í tannholdinu og því komust bakteríur úr munninum inn í blóðrásina.

Viku síðar byrjaði hann að svitna mikið, fékk höfuðverk og hjartsláttartruflanir en þetta eru nokkur einkenni hjartaþelsbólgu. Hann fékk einnig hjartanið.

„Læknar sögðu mér að ég hefði dáið ef ég hefði beðið með að fara til læknis í þrjá daga til viðbótar.“

Sagði Adam sem þurfti að gangast undir flókna hjartaaðgerð til að hægt væri að bjarga lífi hans.

„Flestir deyja þegar sýkingatalan nær 350. Hún var 340 hjá mér þegar ég var lagður inn. Ef ég hefði farið strax til tannlæknis hefði ég losnað við þennan hrylling. Þetta er það versta sem ég hef upplifað.“

Sagði þessi þriggja barna faðir.

„Dauðinn knúði dyra. Ég var mjög heppinn. En eitt er öruggt. Ég ætla aldrei aftur að borða poppkorn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?