Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Pressan

Hún sá launaseðil samstarfsmanns síns og varð öskureið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 18:00

Samira Ahmed. Mynd: Peter Hurford/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur dómstóll kvað nýlega upp úr um að breska ríkisútvarpið BBC hefði mismunað karli og konu launalega en þau störfuðu við það sama hjá stofnuninni. Karlinn fékk miklu hærri laun en konan. Þegar hún sá launaseðil hans brá henni mikið og ákvað að höfða mál á hendur BBC vegna þessarar mismununar. Talið er að málið geti hrundið af stað skriðu slíkra mála á hendur BBC sem hefur legið undir ámæli fyrir að greiða körlum mun hærri laun en konum fyrir sömu störf.

Það var Samira Ahmed sem stefndi BBC eftir að hún komst að því að samstarfsmaður hennar, Jeremy Vine, fékk 3.000 pund fyrir hvern þátt af „Point of Views“ fréttaþættinum en hún fékk aðeins 440 pund fyrir hvern þátt af „Newswatch“.

Hún hefur krafist sem svarar til um 110 milljóna íslenskra króna frá BBC en það er munurinn á því sem BBC greiddi þeim á árunum 2013 til 2018 fyrir störf þeirra við fréttaþættina tvo.

Fyrir dómi héldu lögmenn BBC því fram að munur hafi verið á störfum þeirra og að ekki væri hægt að bera þau saman. Þeir sögðu að starf Vines krefðist meiri „léttleika“ og „húmors“ en það þyrfti ekki í starfi Ahmed. Þessi rök féllu ekki í góðan jarðveg hjá dómstólnum sem sagði erfitt að átta sig á af hverju slíkur „léttleiki“ væri einhver hæfileiki sem teldist fréttamanni til tekna og þá sérstaklega í ljósi þess að starf Vines fólst aðallega í að lesa upp af skjá fyrir framan hann.

Ahmed bar sigur úr býtum fyrir dómi en dómurinn kvað þó ekki upp úr um hvort og þá hvað mikið BBC á að greiða henni fyrir mismunina. Sá þáttur málsins verður hugsanlega leystur með sátt á milli málsaðila en ef sættir nást ekki fer málið fyrir dóm á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Í gær

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Draugaskip rak á strendur Írlands

Draugaskip rak á strendur Írlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar