Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Vandræði hjá þýska sambandsþinginu vegna sífelldrar fjölgunar þingmanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 08:00

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagabreyting þarf að koma til ef þýska sambandsþingið á að geta rúmað alla þingmenn eftir næstu kosningar. Þetta er þó ekki einfalt í framkvæmd því enginn flokkur vill samþykkja að þingsætum verði fækkað þar sem það getur þýtt færri þingsæti fyrir flokkana og þar með minni völd. Vandinn sem þýska þingið glímir við er ansi sérstakur, það eru of margir þingmenn og þeim fjölgar í hverjum kosningum.

Eiginlega eiga 598 þingmenn að sitja á sambandsþinginu en í kosningunum 2017 náðu 709 kjöri. Þessi fjöldi þingmanna þýðir mikinn kostnað en hann er um 1 milljarður evra á ári. Nú óttast stjórnmálamenn og áhyggjufullir skattgreiðendur að ekki takist að ná samstöðu um að bremsa fjölgun þingmanna og að eftir næstu kosningar, sem eiga að fara fram í síðasta lagi 2021, verði þingmennirnir orðnir rúmlega 800. Þing landsins verður þá það næstfjölmennasta í heiminum, aðeins Kína er með fleiri þingmenn eða 2.980.

Ef þetta gengur eftir er ljóst að ekki er nægilegt skrifstofurými fyrir alla þingmennina. Af þeim sökum er þingið farið að undirbúa sig undir þessa miklu fjölgun og hefur sent umsóknir til viðeigandi yfirvalda um að fá að setja upp gáma við þinghúsið til að allir þingmenn geti fengið vinnuaðstöðu.

Ástæðan fyrir hinum mikla fjölda þingmanna og sífelldri fjölgun þeirra er hið flókna kosningakerfi landsins. Hver kjósandi hefur tvö atkvæði. Annað fer beint til frambjóðanda í kjördæmi kjósandans. Hitt fer til þess flokks sem kjósandanum hugnast best. Það eru þessi atkvæði sem eru lykillinn að úthlutun þingsæta á sambandsþinginu.

Þegar flokkur fær fleiri þingmenn kjörna, á grunni atkvæða sem þeim eru greidd persónulega, en á grunni atkvæða greidd flokknum er viðbótarþingsætum úthlutað. Þannig hefur þetta alltaf verið. Frá 2012 hefur síðan, á grundvelli ákvörðunar stjórnlagadómstólsins, enn fleiri viðbótarþingsætum verið útdeilt til annarra flokka svo þessir viðbótarþingmenn skekki ekki heildarmyndina.

Það eykur á vandann að margir kjósendur eru farnir að kjósa tvo flokka með atkvæðum sínum. Þeir kjósa kannski frambjóðanda, sem þeim hugnast vel, í eigin kjördæmi en vilja samt sem áður ekki styðja flokk viðkomandi og kjósa því annan flokk með hinu atkvæði sinu. Þetta hefur aukið enn frekar á þann fjölda viðbótarþingsæta sem er úthlutað.

Allir vita af vandanum og sjá að þetta gengur ekki upp en enginn vill samt sem áður gera breytingar af ótta við að missa spón úr eigin aski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði