fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Stjörnufræðingar vita nú hvaðan dularfullar útvarpsbylgjur berast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 07:02

Horft upp í geiminn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa stjörnufræðingar um allan heim mörgum sinnum tekið eftir lotum af örstuttum útvarpsbylgjum (sem nefnast fast radio burst á ensku). Fram að þessu hafa þeir ekki getað staðfest hvaðan merkin berast. Þau koma í lotum og hvert merki, bylgja, varir í minna en eina millisekúndu. Það er því ansi erfitt að rekja þau.

En nú hefur vísindamönnum frá Hollandi og Kanada tekist það. Með því að beina átta stórum útvarpssjónaukum að einu af þessum dularfullum merkjum, sem koma með reglulegu millibili, tókst þeim að rekja uppruna þeirra til vetrarbrautar sem er í um hálfs milljarðs ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Þetta kemur fram í tímaritinu Nature.

Ekki er enn vitað með vissu hvað myndar þessar útvarpsbylgjur en stjörnufræðingar telja einna líklegast að þau komi frá litlum og þungum nifteindastjörnum.

Vegna óvissunnar sem hefur ríkt um upprunastað bylgjanna og hvað veldur þeim settu nokkrir vísindamenn fram kenningu fyrir nokkrum árum um að þau væru hugsanlega frá risastórum byggingum sem vitsmunaverur hefðu byggt.

En líklega má afskrifa þessa kenningu núna því uppgötvun stjörnufræðinganna sýnir svart á hvítu að merkin berast frá svæðum, þar sem stjörnur myndast, í vetrarbraut. Líklegast þykir því að nýjar nifteindastjörnur sendi þau frá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Fengu óhugnanleg skilaboð á pizzunni sinni

Fengu óhugnanleg skilaboð á pizzunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda kosta Dani 690 milljarða á ári

Innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda kosta Dani 690 milljarða á ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir Danir dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð

Tveir Danir dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku