fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Látinn fjórum árum eftir að eitur var sett í samlokuna

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. janúar 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára Þjóðverji lést í vikunni, fjórum árum eftir að hann borðaði samloku sem búið var að setja eitur í. Vinnufélagi mannsins, Klaus O., að nafni setti eitrið í samlokuna en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári.

Mennirnir störfuðu hjá fyrirtæki í bænum Schloss Holte-Stukenbrock í Þýskalandi. Auk mannsins sem lést í vikunni hlutu tveir aðrir varanlegan nýrnaskaða. Þeir höfðu ýmist innbyrt kvikasilfur, blý eða kadmíum. Þýskir fjölmiðlar greindu frá andláti mannsins í vikunni, en hann féll í dá eftir að hafa innbyrt eitrið og glímdi við mikinn heilsubrest í kjölfarið.

Brot Klaus voru mjög skipulögð og stóðu þau yfir í nokkur ár, að því er fram kom í dómi sem féll í Bielefeld í fyrra.

Klaus var handtekinn í maí 2018 þegar hann sást á eftirlitsmyndavélum koma óþekktu efni fyrir í mat samstarfsfélaga sinna. Við húsleit á heimili hans fundust allskonar hættuleg efni. Hann vildi ekki tjá sig um sakargiftir fyrir dómi og því liggur ekki fyrir hvers vegna hann ákvað að gera það sem hann gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“