fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hann getur skipt skipt sköpum í réttarhöldunum yfir Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 19:00

John Bolton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, Bandaríkjaforseta, segist reiðubúinn til að bera vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings ef hann verður kallaður fyrir þegar ákæra á hendur Donald Trump til embættismissis verður tekin fyrir.

Bolton skýrði frá þessu á mánudaginn. Þetta er sannkölluð sprengja inn í málið en þetta hvarf þó svolítið í umræðunni vegna umfjöllunar um spennuna á milli Bandaríkjanna og Írans.

Bolton, sem er 71 árs, hefur mikla þekkingu á utanríkismálum og talsmaður harðrar utanríkisstefnu. Hann hefur lýst yfir efasemdum um eitt og annað í utanríkisstefnu Trump, þar á meðal viðræður hans við einræðisherrann í Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnunarmál.

Bolton var lykilmaður í ákvarðanatökunni í Hvíta húsinu á þeim tíma sem ákæran nær til. Trump er ákærður fyrir að hafa beitt forseta Úkraínu þrýstingi til að láta gera opinberar rannsóknir sem áttu að beinast að andstæðingum Trump í demókrataflokknum. Til að þrýsta á forsetann var hernaðaraðstoð til Úkraínu fryst og fyrirheit gefin um eitt og annað pólitískt jákvætt, til dæmis fund með Trump í Hvíta húsinu. Talið er að Bolton viti margt um þetta.

Lögmaður hans, Charles Cooper, sagði í nóvember að Bolton hafi „tekið þátt í mörgum fundum og samtölum og öðru tengdu Úkraínumálinu, það á meðal mörgum fundum og samtölum sem enn hefur ekki verið skýrt frá“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump