fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Pressan

Fundu 76 skotvopn og 79.000 skot hjá Norðmanni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 20:15

Ein af byssunum. Mynd: Norska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld í þingrétti í Osló yfir 55 ára Norðmanni sem er ákærður fyrir ólöglega skotvopna- og skotfæraeign. Þegar lögreglan gerði húsleit á heimili hans og móður hans í Skien haustið 2016 fann hún 76 skotvopn og rúmlega 79.000 skot. Auk þess fundust 2 kíló af dýnamíti, 16 kíló af púðri, 1 lítri af saltpétri og 25,7 lítrar af brennisteinssýru.

Dagbladet skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir manninum að hann reikni með þungum dómi, að minnsta kosti eins árs fangelsi.

Á heimilinu fundust 18 skammbyssur, 39 haglabyssur (þar af tvær afsagaðar), 16 rifflar og 3 sjálfvirkar byssur. Búið var að afmá raðnúmer af stórum hluta vopnanna. Sum vopnanna höfðu verið afskráð sem ónýt. Einnig fundust hljóðdeyfar og útbúnaður til að búa til skot. Stór hluti af skotfærunum reyndist vera frá norska hernum.

Hluti af skotfærunum. Mynd:Norska lögreglan

Maðurinn játaði sök fyrir dómi.

Dómur verður kveðinn upp yfir honum á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir