Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Betri fjárfesting að kaupa nútímalist en skuldabréf

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 18:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vaxandi áhugi á kaupum á nútímalist sem fjárfestingu og það er ekki bara efnafólk sem kaupir nútímalist. Sérfræðingar vara fólk þó við að það sé ekki eins einfalt að kaupa listaverk eins og að kaupa skuldabréf eða fasteignir.

Á síðustu 34 árum hafa fjárfestingar í list skilað betri ávöxtun en mörg skuldabréf að því er segir í skýrslu frá bandaríska stórbankanum Citigroup. Frá 1985 til ársbyrjunar 2019 skilaði fjárfesting í nútímalist 7,5% ársávöxtun en fjárfesting í listaverkum impressjónista skilaði 5% ávöxtun. Að meðaltali skilaði fjárfesting í listaverkum 5,3% ársávöxtun á tímabilinu segir í skýrslunni.

Til samanburðar eru örugg skuldabréf nefnd til sögunnar en þau skiluðu árlegri ávöxtun upp á 6,5% en óöruggari skuldabréf skiluðu 8,1% ársávöxtun.

Verk bandaríska listamannsins Jeff Koons eru þau dýrustu í dag en verk Ólafs Elíassonar eru með þeim verðmætari á Norðurlöndunum.

Áhugi á list fer vaxandi víða um heim vegna meiri velmegunar en áður og þess að vextir á mörgum skuldabréfum er nálægt núlli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði