fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Pressan

Betri fjárfesting að kaupa nútímalist en skuldabréf

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 18:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vaxandi áhugi á kaupum á nútímalist sem fjárfestingu og það er ekki bara efnafólk sem kaupir nútímalist. Sérfræðingar vara fólk þó við að það sé ekki eins einfalt að kaupa listaverk eins og að kaupa skuldabréf eða fasteignir.

Á síðustu 34 árum hafa fjárfestingar í list skilað betri ávöxtun en mörg skuldabréf að því er segir í skýrslu frá bandaríska stórbankanum Citigroup. Frá 1985 til ársbyrjunar 2019 skilaði fjárfesting í nútímalist 7,5% ársávöxtun en fjárfesting í listaverkum impressjónista skilaði 5% ávöxtun. Að meðaltali skilaði fjárfesting í listaverkum 5,3% ársávöxtun á tímabilinu segir í skýrslunni.

Til samanburðar eru örugg skuldabréf nefnd til sögunnar en þau skiluðu árlegri ávöxtun upp á 6,5% en óöruggari skuldabréf skiluðu 8,1% ársávöxtun.

Verk bandaríska listamannsins Jeff Koons eru þau dýrustu í dag en verk Ólafs Elíassonar eru með þeim verðmætari á Norðurlöndunum.

Áhugi á list fer vaxandi víða um heim vegna meiri velmegunar en áður og þess að vextir á mörgum skuldabréfum er nálægt núlli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok

Sakaður um að drepa nágranna sinn til að verða frægur á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir