fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Pressan

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 21:08

Sprengingin var gríðarlega öflug. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg sprenging varð í vöruhúsahverfi miðsvæðis í Beirut, höfuðborg Líbanon, í dag. Yfir fimmtíu eru látnir og yfir 2.700 eru slasaðir.

Yfirvöld telja að fjöldi látinna sé töluvert meiri. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir eru nú í gangi.

Spítalar á svæðinu eru yfirfullir og eiga sjúkrabílar rauða krossins fullt í fangi með að koma slösuðum undir læknishendur utan borgarinnar.

Innanríkisráðherra Líbanons segir að fyrstu skýrslur geri ráð fyrir að sprenginguna megi rekja til sprengiefna sem gerð voru upptæk fyrir nokkrum árum síðan og höfð í geymslu á því svæði sem sprengingin átti upptök sín.

Ríkisstjóri Beirut sagði í samtali við Sky News fréttaveituna að heilt teymi slökkviliðsmanna á svæðinu hafi horfið eftir sprenginguna. Samkvæmt frétt Al Jazeera hefur forsætisráðherra Beirut, Hassan Diab, komið fram með sömu útskýringu. „Ég get lofað ykkur að þessa hörmungar munu ekki ganga yfir án afleiðinga. Þeir sem bera ábyrgð munu fá að gjalda fyrir þetta,“ sagði hann í ræðu sem var sjónvarpað í landinu í kjölfar spreningarinnar. „Við munum gefa frekari upplýsingar um þetta hættulega vöruhús sem hefur verið þarna síðan 2014 og ég mun ekki fyrirbyggja  rannsóknir á atvikinu“

„Ég sá eldtungur og reyk yfir Beirut. Fólk öskraði og hljóp með blæðandi sár. Svalir sprungu af byggingum. Gler í háhýsum sprakk og rigndi yfir göturnar,“ sagði vitni í samtali við Reuters fréttaveituna.

Hjálparhönd

Aðstæðum er lýst sem algjöru öngþveiti. Fjöldi nágrannaríkja hefur lýst yfir stuðningi við Líbanon og boðið fram aðstoð

Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, hefur haft samband við yfirvöld í Líbanon og boðið fram aðstoð Tyrklands .

Frakkland er að vinna að því að senda aðstoð til Líbanon. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron sagði á Twitter: „Frakkland stendur með Líbanon. Alltaf“

Katar hafa einnig boðið fram aðstoð og lofað að senda heilbrigðisaðstoð.

Ísrael hefur boðið mannúðaraðstoð sem og Bretland og Íran og Saudi Arabía hefur lýst yfir stuðning og samstöðu með íbúum Líbanon.

Frétt Reuters

Frétta Al Jazeera

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur
Pressan
Í gær

Líklegt að Kamala Harris verði að lifa með hótunum á áður óþekktu stigi

Líklegt að Kamala Harris verði að lifa með hótunum á áður óþekktu stigi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Virgin Orbit komst út í geim á sunnudaginn

Virgin Orbit komst út í geim á sunnudaginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Joe Biden hefur svarið embættiseið og flytur innsetningarræðu

Joe Biden hefur svarið embættiseið og flytur innsetningarræðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar