fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Pressan

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 18:08

Skjáskot Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlarnir Daily Mail og Bild hafa birt myndband af Christian Brückner, sem lögreglan hefur sterklega grunaðan um að hafa verið valdur að brotthvarfi Madeleine McCann (Maddie) sem hvarf úr hótelíbúð í Portúgal vorið 2007, rétt fyrir fjögurra ára afmæli sitt.

Lögregla telur að Christian hafi flutt Maddie í Volkswagen sendibíl. Mynd hér að neðan sýnir bílinn. Í þessum sama bíl var tekið upp myndband af Christian sem sýnt er hér neðst í fréttinni. Hann hafði veitt þremur ferðalöngum far og einn þeirra tók myndbandið. Í samtali við Daily Mail segir ferðamaðurinn að hann hrylli við þeirri tilhugsun að Christian kunni að hafa haft Madeleine í þessum sama bíl stuttu síðar.

Skjáskot Youtube

Myndbandið var tekið upp þann 30. mars árið 2007, aðeins sex vikum áður en Madeleine hvarf.

Bild birtir nokkrar fréttir um þennan hluta málsins og þar er velt vöngum yfir því hvaða gildi myndbandið hafi við rannsókn málsins. Er þar týnt til að myndbandið sanni að Christian hafi verið á þessum bíl, einnig sýni það að hann hafi verið félagslyndur og átt gott með að tala við fólk. Því sé líklegt að hann hafi hitt marga og rætt við marga á þessum tíma og á þessum slóðum (Algarve í Portúgal).

Lögregla hefur undanfarið rannsakað gaumgæfilega tvö garðlendi þar sem Christian hafði aðstöðu fyrir nokkrum árum. Á öðrum staðnum bjó hann um tíma. Þessi svæði eru í Braunschweig og Hannover. Ekki er vitað hvað lögreglan fann við þær leitir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn
PressanSport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta