fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Danir prófa nýtt lyf gegn COVID-19 – 40 sinnum áhrifaríkara en remdesivir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir vísindamenn hafa fengið heimild til að prófa lyfið UNI911 á fólki. Lyfið er notað við meðhöndlun COVID-19 sjúklinga og hefur reynst vera 40 sinnum áhrifaríkara en lyfið remdesivir sem hefur helst verið í fréttum síðustu daga vegna uppkaupa Bandaríkjanna á lyfinu.

TV2 hefur eftir Morten Sommer, prófessor hjá DTU Biosustain, að UNI911 geti drepið veiruna og komið í veg fyrir að hún skipti sér inni í líkamanum. Lyfið hafi áður verið notað gegn sjúkdómum í þörmum en nú hafi tekist að finna leið til að láta virka efnið í því virka annars staðar í líkamanum.

Í tilraunum í Suður-Kóreu hefur lyfið reynst 40 sinnum áhrifaríkara en remdesivir sem hefur verið talið besta lyfið gegn COVID-19 fram að þessu.

Lyfið verður nú prófað á 44 heilbrigðum sjálfboðaliðum til að sjá hvort einhverjar aukaverkanir hljótist af notkun þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman