fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg saga knattspyrnumanns – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. júní 2020 08:30

Rory Curtis. Mynd:Twitter/RorsCurtis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt hófst þetta í ágúst 2012, þá fóru hlutirnir úrskeiðis hjá Rory Curtis. Hann var þá 22 ára. Hann var að aka eftir hraðbraut á rigningardegi og lenti í árekstri við flutningabíl. Þessi breski hálfatvinnumaður í knattspyrnu slasaðist illa í árekstrinum en alls lentu sex bílar í honum.

Curtis var sá eini sem slasaðist alvarlega. Það tók 40 mínútur að ná honum út úr bílflakinu og var hann síðan strax fluttur á sjúkrahús í Birmingham. Þar var hann lagður í dá vegna hinna alvarlegu áverka sem hann hafði hlotið. Hann var í dái næstu sex dagana og var þá fluttur á annað sjúkrahús.

Þegar þessi ungi maður, sem hafði verið á samningi hjá Manchester United, vaknaði mundi hann ekkert eftir hvað hafði gerst. Minni hans náði aðeins 15 mínútur aftur í tímann. Hann vissi ekki af hverju hann var á sjúkrahúsi en svo undarlega sem það kann að hljóma gat hann skyndilega talað reiprennandi frönsku. Hann talaði hana svo vel að franskur hjúkrunarfræðingur, sem annaðist hann, spurði fjölskyldu hans hvaðan í Frakklandi þau kæmu. Curtis hafði hins vegar aðeins lært frönsku í skóla og hafði aldrei getað talað meira en „skólafrönsku“.

„Þegar faðir minn heyrði þetta, rannsakaði hann málið aðeins. Það kom í ljós að Curtis-fjölskyldan á ættir að rekja til Normandí en það var á nítjándu öld. Ef maður leitar að nafninu mínu á YouTube koma margar samsæriskenningar í ljós sem ganga út á að heilinn geti geymt þekkingu kynslóðum saman. Þetta er ótrúlegt.“

Sagði Curtis í samtali við BBC.

Hann mjaðmagrindarbrotnaði, hlaut heilablæðingu og olnbogabrotnaði í slysinu. Þegar hann vaknaði hélt hann að hann væri 10 ára og spurði um hund fjölskyldunnar en hann drapst mörgum árum fyrir slysið. Um tíma hélt hann einnig að hann væri Hollywoodstjarnan Matthew McConaughey.

Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í nóvember 2012 en þá var hann í hjólastól og minni hans var svo slæmt að hann varð að skrifa allt hjá sér til að gera hlutina ekki tvisvar. Til dæmis að hann hefði farið í bað eða borðað. Læknar töldu að hann ætti langa endurhæfingu fyrir höndum og að hún myndi jafnvel ekki skila miklum árangri. Þeim þótti ólíklegt að hann gæti gengið á nýjan leik eða tjáð sig eðlilega.

En Curtis náði góðum bata og um ári síðar sneri hann aftur á knattspyrnuvöllinn og lék með hálfatvinnumannaliðinu Stouport. Þetta var stór áfangi en hvorki hraðinn né boltasnertingar hans voru eins og áður og því hætti hann fljótlega. Hann hefur fetað í fótspor annarra fjölskyldumeðlima og opnað rakarastofu í Worcester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“