fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Skyndilega varð þetta fjölfarnasti flugvöllur heims

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. maí 2020 08:00

Ted Stevens Anchorage Int'l Airport. Mynd:Ted Stevens Anchorage Int'l Airport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atlanta, Peking, New York, London eða Tókýó. Þetta eru milljónaborgir með mjög stóra alþjóðaflugvelli sem margar flugvélar fara um daglega. En síðustu helgina í apríl bar svo við að það var Ted Stevens Anchorage alþjóðaflugvöllurinn í Alaska í Bandaríkjunum sem var fjölfarnasti flugvöllur heims.

Ástæðan er auðvitað COVID-19 heimsfaraldurinn og þau miklu áhrif sem hann hefur haft á flugiðnaðinn um allan heim. Í Twitterfærslu frá flugvellinum segir að þetta sýni hversu mikið hefur nú breyst í flugiðnaðinum og hversu mikilvægu hlutverki flugvöllur gegni í hagkerfi heimsins og baráttunni gegn COVID-19.

Ástæðan fyrir þessari miklu flugumferð um völlinn er ekki sú að ferðamenn hafi skyndilega byrjað að leggja leið sína í stórum stíl til Alaska. Það eru miklar annir í tengslum við fraktflug sem valda þessu en staðsetning Anchorage mitt á milli Tókýó og New York er gríðarlega mikilvæg í þessu sambandi.

Í venjulegu árferði er mikil umferð fraktflugvéla um völlinn í Anchorage. Samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum fer aðeins meiri frakt, í tonnum mælt, um flugvöllinn í Memphis í Tennessee af bandarískum flugvöllum. Á heimsvísu er völlurinn í fimmta sæti. Umferð um aðra flugvelli hefur hrunið en aukist í Anchorage vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?