fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Pressan

Góðhjartaðir borgarar björguðu 15 anda andafjölskyldu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 21:00

Á svölunum. Mynd:Katrine Harpøth

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var óvenjuleg sjón sem mætti íbúum í háhýsi í miðborg Árósa um síðustu helgi. Þá hjálpuðu þau Katrine Harpøth og Ole Lange Andersen andamömmu, sem hafði verpt á svölum á sjöttu hæð, niður á fyrstu hæð með alla ungana 14. Það var kominn tími til að fara með ungana í vatn og því þurfti að aðstoða fjölskylduna.

Andamamman verpti á svölunum hjá Katrine og Ole og þau tóku því að sér að aðstoða fjölskylduna við að flytja búferlum. Það tókst vel en til að fá endurnar til að fylgja sér létu þau brauðmola detta niður fyrir framan endurnar sem síðan eltu brauðmolaslóðina sem endaði inni í lyftu hússins. DK Newsner skýrir frá þessu.

Á leið út úr íbúðinni. Mynd:Katrine Harpøth
Í lyftunni. Mynd:Katrine Harpøth

Þegar inn í lyftuna var komið var hún látin fara niður og endurnar aðstoðaðar við að komast út úr henni og að nærliggjandi á. Allt tók þetta aðeins átta mínútur. Katrine og Ole eru að verða vön að standa í aðstoð sem þessari því önnur önd verpti á svölunum þeirra á síðasta ári og aðstoðuðu þau hana einnig við að komast niður að á með alla 11 ungana.

Og lyftan komin niður. Mynd:Katrine Harpøth
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

„Ég er ekki rasisti“
Pressan
Í gær

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu
Pressan
Í gær

Þetta eru bestu og verstu borgirnar til að búa í

Þetta eru bestu og verstu borgirnar til að búa í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna útlend föt, myndir og slangur

Banna útlend föt, myndir og slangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjóða fólki 360.000 krónur fyrir að skrifa undir ráðningarsamning

Bjóða fólki 360.000 krónur fyrir að skrifa undir ráðningarsamning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti vinkonu sína með augndropum

Myrti vinkonu sína með augndropum