fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Pressan

Hóstaði viljandi á ferskvörur í matvöruverslun – Þurfti að henda mat fyrir 5 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur hóstaði viljandi á ferskvörur í Gerrity‘s stórmarkaðinum í Hanover Township í Pennsylvania í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Starfsfólk brást skjótt við og hringdi í lögregluna sem handtók konuna. Í kjölfarið hósta konunnar þurfti að henda kjöti, bakkelsi og fleiri matvælum að verðmæti sem nemur um fimm milljónum íslenskra króna.

Lögreglan í Hanover Township segir að konan hafi hóstað á matinn af ásettu ráði. Hún verður látin sæta geðrannsókn og á ákæru yfir höfði sér. Ekki er talið að konan sé smituð af COVID-19 veirunni en hún verður samt sem áður látin gangast undir rannsókn á því.

Ekki liggur ljóst fyrir hvaða refsingu konan gæti átt yfir höfði sér en á miðvikudaginn tilkynnti bandaríska dómsmálaráðuneytið að þeir sem dreifa COVID-19 veirunni af ásettu ráði verði hugsanlega ákærðir fyrir hryðjuverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju
Pressan
Í gær

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sefur þú með kærastanum eða kærustunni? Þá dreymir þig kannski meira

Sefur þú með kærastanum eða kærustunni? Þá dreymir þig kannski meira