fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hóstaði viljandi á ferskvörur í matvöruverslun – Þurfti að henda mat fyrir 5 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur hóstaði viljandi á ferskvörur í Gerrity‘s stórmarkaðinum í Hanover Township í Pennsylvania í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Starfsfólk brást skjótt við og hringdi í lögregluna sem handtók konuna. Í kjölfarið hósta konunnar þurfti að henda kjöti, bakkelsi og fleiri matvælum að verðmæti sem nemur um fimm milljónum íslenskra króna.

Lögreglan í Hanover Township segir að konan hafi hóstað á matinn af ásettu ráði. Hún verður látin sæta geðrannsókn og á ákæru yfir höfði sér. Ekki er talið að konan sé smituð af COVID-19 veirunni en hún verður samt sem áður látin gangast undir rannsókn á því.

Ekki liggur ljóst fyrir hvaða refsingu konan gæti átt yfir höfði sér en á miðvikudaginn tilkynnti bandaríska dómsmálaráðuneytið að þeir sem dreifa COVID-19 veirunni af ásettu ráði verði hugsanlega ákærðir fyrir hryðjuverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni