fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 06:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir vísindamenn vonast eftir betra gengi í baráttunni við COVID-19 eftir því sem vorið sækir í sig veðrið og það fer að hlýna í veðri. Talið er að kjöraðstæður fyrir útbreiðslu veirunnar séu þar sem rakastig er lágt og hitinn á milli 5 og 11 gráður. Það verður því kannski svolítið á brattann að sækja hjá okkur hér á Íslandi á næstunni ef þetta er rétt þar sem veðurfar hér uppfyllir þessi skilyrði ansi oft.

Sumir vísindamenn hafa rætt um að ef COVID-19 hegðar sér eins og aðrar öndunarfærasýkingar þá muni vormánuðurnir og sumarið koma að gagni í baráttunni við veiruna. Niðurstöður sumra rannsókna benda til að veiran muni hegða sér eins og skyldar veirur. Einnig benda niðurstöður rannsókna til að COVID-19 muni eiga erfiðara með að ná fótfestu á hitabeltissvæðum en á tempruðum svæðum.

FT hefur eftir Mohammad Sajadi, hjá veirufræðideild University of Maryland, að miðað við fyrirliggjandi gögn þá virðist veiran eiga erfiðara með að berast á milli fólks á heitum svæðum. Niðurstöður rannsókna kínverskra vísindamanna benda til að „hár hiti og hátt rakastig dragi mikið úr útbreiðslu COVID-19“. Rannsókn Sajadi bendir til að veiran geti smitast allsstaðar en bestu aðstæðurnar fyrir hana séu við lágt rakastig og 5 til 11 gráðu hita.

Eins og er þá eru þau svæði sem verst hafa orðið úti af völdum veirunnar 30 til 50 gráðum norðan við miðbaug, þar sem stærstu hluti Kína og Bandaríkjanna er, og í suðurhluta Evrópu. Sajadi og samstarfsfólk hans telja að útbreiðsla veirunnar muni færast norðar yfir Evrópu og Kanada á næstu vikum en síðan hægi á henni yfir sumarið en á sama tíma færist hún í aukana sunnan við miðbaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?