fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 22:00

Geimfarar glíma margir hverjir við höfuðverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA leitar nú að geimförum til að taka þátt í geimferðum næstu ára. Fyrst á að fara til tunglsins og síðan til Mars. Samkvæmt áætlun eiga karl og kona að lenda á tunglinu 2024.

„Við stefnum á að senda fyrstu konuna og karl til suðurpóls tunglsins 2024. Við leitum því að fleiri geimförum til að fara til tunglsins og síðan til Mars.“

Er haft eftir Jim Bridenstine, forstjóra NASA, í fréttatilkynningu.

Það má búast við hörðum slag um störfin því þegar NASA auglýsti síðast eftir geimförum, árið 2015, sóttu rúmlega 18.000 manns um. Aðeins 11 komust í gegnum nálaraugað.

En þeir Íslendingar sem hafa hug á að verða geimfarar geta væntanlega alveg gleymt því að sækja um þessi störf því aðeins bandarískir ríkisborgarar koma til greina. Auk þess að vera með bandarískan ríkisborgararétt þurfa umsækjendur að hafa lokið háskólanámi í vísindagreinum á borð við stærðfræði eða eðlisfræði. Þeir verða einnig að vera með minnst tveggja ára starfsreynslu í störfum sem líkjast störfum geimfara eða hafa flogið þotum í minnst 1.000 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum