fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Kannabisræktun í gróðurhúsum gefur ekki vel af sér fjárhagslega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. mars 2020 21:35

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska fyrirtækið Canopy Growth, sem er stærsti kannabisframleiðandi heims ef miðað er við markaðsverðmæti, ætlar nú að loka gróðurhúsum þar sem hægt er rækta kannabis á um 300.000 fermetrum. Þetta svarar til 40 knattspyrnuvalla.

CNN skýrir frá þessu. Gróðurhúsin eru í Bresku Kólumbíu í Kanada. 500 manns missa vinnuna vegna þessa. Einnig verður hætt við byggingu nýs gróðurhúss í Ontario.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að á fyrstu 17 mánuðunum eftir að sala og neysla kannabis var leyfð í Kanada hafi markaðurinn þróast hægar en búist var við. Þetta hafi haft áhrif á tekjur fyrirtækisins og möguleika þess á að útvega sér fjármagn.

Það bætir ekki úr skák fyrir fyrirtækið að kanadísk yfirvöld hafa nú heimilað ræktun kannabis utanhúss. Áður en þetta var heimilað hafði fyrirtækið fjárfest gríðarlega í gróðurhúsum. Fyrirtækið á einnig ræktunarsvæði utanhúss og skila þau miklu betri fjárhagslegri afkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar