fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Pressan

Greindist með kórónaveiruna öðru sinni

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Japan, sem starfar sem leiðsögumaður, hefur greinst með COVID-19 kórónaveiruna öðru sinni. Konan, sem er á fimmtugsaldri, var búin að ná sér að fullu eftir að hafa greinst jákvæð þann 29. janúar. Þann 6. febrúar gáfu prófanir til kynna að konan hefði náð sér að fullu.

Þetta er fyrsta tilfellið sem vitað er um í Japan þar sem sami einstaklingur greinist með veiruna tvisvar, að því er segir í frétt breska blaðsins Guardian. Sambærileg dæmi hafa þó komið upp í Kína.

Konan greindist með veiruna öðru sinni í gær eftir að hafa kvartað undan brjóstverkjum og særindum í hálsi.

Um 80 þúsund manns á heimsvísu hafa nú greinst með veiruna og tæplega 2.800 hafa látist, langstærstur hluti þeirra í Kína. 186 manns hafa nú greinst með veiruna í Japan, til viðbótar við þá rúmlega 700 sem greindust á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess.

Philip Tierne, prófessor við læknadeild New York University, segir að margt sé enn á huldu um COVID-19 veiruna. Veiran geti þó enn verið í líkamanum þó flest bendi til þess að viðkomandi hafi náð sér. Þannig virðist hún geta verið óvirk eða í hálfgerðum dvala en síðan látið á sér kræla að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn frægasti krókódíll heims er dauður

Einn frægasti krókódíll heims er dauður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum
Fyrir 4 dögum

Sáum laxa á Brotinu

Sáum laxa á Brotinu