fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 06:00

Olof Palme.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krister Petersson, saksóknarinn sem stýrir rannsókn á morðinu á Olof Palme, sagði á þriðjudaginn að málið væri við það að leysast og væntanlega verði hægt að loka því endanlega á þessu ári.  Málið hefur aldrei verið upplýst þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu en þetta er talið eitt dularfyllsta morðmál sænskrar sögu.

34 ár eru nú liðin síðan Palme, sem var forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana á götu úti í Stokkhólmi. Sænski afbrotafræðingurinn og rithöfundurinn Leif GW Persson, sagði í samtali við Expressen að hann telji að morðingi Palme sé látinn. Þetta byggir hann á því sem Petersson sagði en hann sagði meðal annars:

„Það getur verið að við séum komin eins langt og hægt er að vænta af okkur og að frekari rannsókn skili ekki árangri. Það er hugsanlegt en ég vil ekki segja hvað við munum kynna.“

Persson telur að þessi ummæli séu til marks um að lögreglan viti nú hver myrti Palme og að viðkomandi sé látinn.

„Þessi ummæli eru áhugaverð. Ég giska á að rannsókninni, ef allt fer eins og ég tel, verði hætt.“

Sagði hann og benti á að ef taka á ákvörðun um að hætta rannsókn svo stórs máls sem Palme-morðið er þá sé það vegna þess að eitthvað nýtt og afgerandi hafi komið fram í rannsókninni, til dæmis að hinn grunaði sé látinn. Hann sagðist jafnframt telja líklegt að morðvopnið sé fundið og að af þeim sökum hafi lögreglan gott sönnunargagn í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“