fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 04:28

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta voru skotnir til bana í þýska bænum Hanau, sem er í Hessen í miðhluta landsins, um klukkan 22 í gærkvöldi að staðartíma. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögreglan leitar að fleiri árásarmönnum. Fólkið var skotið á vatnspípubörum í bænum.

Hessischer Rundfunk segir að saksóknari í Hanau hafi staðfest að átta hafi verið drepnir og að fimm til viðbótar séu alvarlega særðir. Fyrst voru þrír skotnir til bana á vatnspípubar og fimm til viðbótar á öðrum vatnspípubar.

Þungvopnaðir lögreglumenn hafa leitað að árásarmönnunum í alla nótt.

Ekki hafa fengist miklar upplýsingar um atburðarásina en í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að dökur bíll hafi sést aka frá vettvangi.

Samkvæmt frétt Op-online þá var fyrsta árásin gerð á vatnspípubar í miðbænum. Því næst var tilkynnt um skothríð í Kesselstadt sem er utan miðbæjarins. Þar var einnig skotið á gesti á vatnspípubar.

Staðarmiðlar segja einnig að skotárás hafi verið gerð í Lamboy, þriðja staðnum í bænum, en þar hafi enginn látið lífið. Vitni segja að skotum hafi verið hleypt af úr bíl sem var síðan ekið á brott.

Um 98.000 manns búa í Hanau sem er um 25 km vestan við Frankfurt am Main.

Uppfært klukkan 05:00

Samkvæmt tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér fyrir stundu fannst hinn meinti árásarmaður látinn heima hjá sér. Þar var einnig annað lík. Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsök fólksins né af hverjum hitt líkið er. Lögreglan segir nú að engar vísbendingar séu um að fleiri hafi verið að verki en vinnur enn að rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf