fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 22:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 9. febrúar síðastliðinn var hitamet slegið á Suðurskautinu, það var í annað skipti á skömmum tíma sem metið var slegið, en þá mældist 20,75 gráðu hiti þar. Aldrei fyrr hefur mælst yfir 20 stiga hiti í heimsálfunni.

Það voru brasilískir vísindamenn sem mældu þennan óvenjulega háa hita á Seymour eyju. Mælingin hefur þó ekki enn verið staðfest af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO. The Guardian skýrir frá þessu.

Nokkrum dögum áður mældist 18,3 gráðu hiti í argentínskri rannsóknarmiðstöð á Suðurskautslandinu sjálfu. 1982 mældist 19,8 gráðu hiti á eyju á Suðurskautssvæðinu en 18,3 gráðu hitinn er mesti hiti sem mælst hefur á sjálfu meginlandinu.

The Guardian segir að vísindamenn, sem sjá um aflestur á veðurstöðvum í heimsálfunni, telji þessar nýju hitatölur vera mikið áhyggjuefni og að þær séu óeðlilegar.

Nýlega tilkynnti bandaríska haf- og loftfræðistofnunin, NOAA, að nýliðinn janúar hafi verið hlýjasti janúarmánuðurinn frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn í mánuðinum var 1,14 gráðum yfir meðalhita janúarmánaða á síðustu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?