fbpx
Sunnudagur 24.maí 2020
Pressan

Tveir 11 ára strákar sáu svolítið skrýtið við fótboltavöllinn – Úr varð umfangsmikið lögreglumál

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 06:00

Frá fótboltavellinum. Mynd:Norska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. apríl 2017 voru tveir 11 ára strákar að spila fótbolta á gervigrasvellinum í Vinterbro í Akershus í Noregi. Þeir sáu þá mann, sem var með tvo bakpoka, vera að sýsla eitthvað í skógarjaðri nærri vellinum. Hann hvarf inn í skóginn og kom síðan út aftur en án bakpokanna. Strákunum fannst þetta skrýtið og létu föður annars vita. Hann kom á staðinn og fór inn í skóginn til að kanna málið. Undir tré fann hann bakpokana undir tré.

Þegar hann opnaði þá kom í ljós að í þeim voru 12 kíló af heróíni og 5 kíló af kókaíni. Þarna var um að ræða felustað sem stór eiturlyfjahringur notaði fyrir fíkniefni. Hann hafði strax samband við lögregluna og í kjölfarið hófst ein umfangsmesta rannsókn fíkniefnamáls sem hefur farið fram í umdæmi lögreglunnar í Øst.

Lögreglan setti mikinn kraft og mannskap í rannsókn málsins. Umfangsmiklar hleranir fóru fram auk yfirheyrsla og annarra rannsóknaaðferða. Böndin beindust fljótlega að albansk/norskri fjölskyldu sem tengdist Osló og Follo-hverfinu. Hleranir lögreglunnar leiddu í ljós að ákveðinn samskiptaform innan fjölskyldunnar og tengsl fólks á milli. TV2 hefur eftir saksóknara að það hafi gert rannsókn málsins erfiða og seinlega að megnið af samskiptum hinna grunuðu fóru fram á albönsku.

Hluti af heróíninu. Mynd:Norska lögreglan

Höfuðpaurarnir í málinu eru fjögurra manna fjölskylda. Fertugur fjölskyldufaðir og mágur hans, 49 ára, eru taldir vera forsprakkarnir. Eiginkona yngri mannsins er talin hafa gegnt einhverskonar ritarastarfi og unglingssonur þeirra var sendill. Að auki tengjast fimm aðrir málinu sem sölumenn og sendlar.

Vitað er að fjölskyldan fékk fíkniefnin send en ekki hefur tekist að rekja uppruna þeirra. Talið er að mikið magn fíkniefna hafi verið flutt inn í landið og hagnaðurinn af sölunni hafi síðan verði fluttur úr landi.

Peningar sem lögreglan lagði hald á. Mynd:Norska lögreglan

Þann 30. ágúst 2017 lét lögreglan til skara skríða. Þá var sonurinn, sem þá var 16 ára, handtekinn í leigubíl. Hann var með 1,5 kíló af heróíni. Í kjölfarið voru fleiri handteknir. Í heildina lagði lögreglan hald á 20 kíló af heróíni en ákært var fyrir innflutning á 50 kílóum af efninu. Einnig var fólkið ákært fyrir peningaþvætti sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna.

Dómar voru kveðnir upp í málinu í síðustu viku. Fertugi fjölskyldufaðirinn var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Hann hafði áður hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot og því var refsing hans þyngri en ella. Mágur hans var dæmdur í 14 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Trump eigi ekki að taka malaríulyf því hann sé „sjúklega feitur“

Segir að Trump eigi ekki að taka malaríulyf því hann sé „sjúklega feitur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mun sumarhitinn gera út af við kórónuveiruna?

Mun sumarhitinn gera út af við kórónuveiruna?
Fyrir 5 dögum

Góð veiði í Eldvatni og fiskurinn vel haldinn

Góð veiði í Eldvatni og fiskurinn vel haldinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Evrópska lyfjastofnunin samþykkir hugsanlega lyf gegn COVID-19 í vikunni

Evrópska lyfjastofnunin samþykkir hugsanlega lyf gegn COVID-19 í vikunni
Fyrir 6 dögum

Leirá hefur gefið 140 fiska það sem af er

Leirá hefur gefið 140 fiska það sem af er
Pressan
Fyrir 6 dögum

Obama gagnrýnir viðbrögð bandarískra stjórnvalda við heimsfaraldrinum

Obama gagnrýnir viðbrögð bandarískra stjórnvalda við heimsfaraldrinum