fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Pressan

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 20:30

Döðlupálmar úr 2.000 ára gömlum fræjum. Mynd:Guy Eisner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geta plöntufræ orðið of gömul? Greinilega ekki ef um er að ræða fræ döðlupálma (Phoenix dactylifera) því vísindamönnum hefur tekist að rækta sex döðlupálma með um 2.000 ára gömlum fræjum sem fundust í eyðimörk nærri Jerúsalem.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta séu ein elstu fræ sem hafa nokkru sinni spírað. Þau fundust ásamt mörg hundruð öðrum fræjum í helli og fornri höll. Til að fá þau til að spíra voru þau lögð í bleyti og hormónum bætt í þau til að þau fengju smá auka „spark“ áfram veginn.

Vísindamennirnir, sem voru undir forystu Sarah Sallon hjá Hadassah háskólasjúkrahúsinu í Jerúsalem, gróðursettu 32 fræ og náðu 6 þeirra að spíra. Vísindamennirnir segja að rannsókn þeirra varpi ljósi á uppruna döðlupálma. Margt bendi til að ræktun þeirra hafi í fyrstu verið byggð á staðbundnum tegundum eða austrænum afbrigðum af henni en síðar hafi pálmarnir blandast pálmum frá Vesturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“
Í gær

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi leynileg skýrsla sænsku lögreglunnar – „Fjölskylduglæpagengi hafa hreiðrað um sig í öllum lögum samfélagsins“

Hrollvekjandi leynileg skýrsla sænsku lögreglunnar – „Fjölskylduglæpagengi hafa hreiðrað um sig í öllum lögum samfélagsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona handtekin grunuð um að hafa sent Donald Trump eitur

Kona handtekin grunuð um að hafa sent Donald Trump eitur