fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Pressan

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 22:00

Teikning af Starliner að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki gengið áfallalaust hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing að koma „Starliner“ geimfarinu í gagnið. Nú hefur kyrrsetning þess á jörðu niðri verið framlengd vegna vandamála með hugbúnað þess. Vandinn uppgötvaðist í desember þegar geimfarið fór í tilraunaflug.

CNN Business skýrir frá þessu. Bandaríska geimferðastofnunin skýrði frá þessu á fimmtudaginn. Þetta hefur vakið upp spurningar um hvort Starliner verði tilbúið fyrir fyrsta mannaða flugið en því hefur nú þegar verið frestað um mörg ár.

Á föstudaginn tilkynnti NASA að stofnunin hafi í hyggju að opinbera stóra skýrslu um öryggismál Starlines en þau eru sögð ansi mörg. Skýrslunni er ætlað að skýra af hverju alvarleg vandamál komu ekki í ljós fyrr en flaugin fór í reynsluflug.

Starliner fór í ómannað reynsluflug í desember en því var ætlað að sýna að geimfarið geti komist örugglega til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. En það gekk ekki eins og lagt var upp með. Innri úr geimfarsins voru ekki rétt stillt og því fór það af braut og því varð að lenda því aftur.

Ekki liggur enn fyrir hvort NASA muni krefjast þess að Starliner fari aftur í ómannað reynsluflug áður en til jómfrúarflugsins með áhöfn um borð kemur. Boeing hefur þó undirbúið sig fyrir það og sett 4,2 milljarða dollara í sérstakan sjóð ef svo fer að NASA krefjist ómannaðs reynsluflugs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Pressan
Í gær

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 3 dögum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore