fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Pressan

Deilt um höfuðklæðnað múslimskra kvenna í danska hernum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 08:00

Höfuðbúnaður sem þessi er bannaður hjá danska hernum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð umræða fór fram í Danmörku í síðustu viku í kjölfar fréttar um að 19 ára múslimsk kona hafi sagt skilið við herinn eftir aðeins fjóra daga. Ástæðan var að henni var meinað að bera hefðbundinn höfuðbúnað múslimskra kvenna, hijab.

Danska ríkisútvarpið skýrði frá þessu. Kom fram að konan hafi viljað gegna herþjónustu og hafi verið kölluð til þjálfunar í Varde Kaserne á Jótlandi. Eftir fjóra daga voru hennir gefnir tveir valkostir: Annaðhvort að hætta að nota hijab á meðan hún væri í herbúðunum eða hætta alfarið í hernum. Hún valdi síðari kostinn og fór heim.

Susanne Lund, ofursti hjá samskiptadeild hersins, sagði í kjölfarið að múslimar væru hjartanlega velkomnir í danska herinn en reglur um klæðaburð væru algjörlega ófrávíkjanlegar.

Unga konan hafði áður mætt á kynningardag hersins og þar hafði hún af einhverjum ástæðum fengið þá tilfinningu að það væri í lagi að klæðast hijab við skyldustörf. Hijab er höfuðbúnaður sem hylur hárið en andlitið er óhulið. Lund sagðist harma að konan hafi talið þetta vera reglurnar eftir kynningardaginn. Hún sagði skýrt tekið fram í leiðbeiningum sem eru sendar til verðandi hermanna að ekki megi klæðast hijab.

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra, sagði í samtali við Avisen Danmark að hún hafi ekki í hyggju að breyta reglunum um klæðaburð. Hún muni fara eftir ráðum hersins í þessum efnum og reglur um einkennisfatnað hermanna verði óbreyttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegir grímuklæddir bankaræningjar – Verða ekki sóttir til saka

Óvenjulegir grímuklæddir bankaræningjar – Verða ekki sóttir til saka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til falskan prófíl á netinu – Nú hefur faðir hans hlotið dóm sem kynferðisbrotamaður

Bjó til falskan prófíl á netinu – Nú hefur faðir hans hlotið dóm sem kynferðisbrotamaður
Fyrir 2 dögum

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum