fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Pressan

Mæður hittust til að slást eftir rifrildi á Facebook og enduðu á sjúkrahúsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ástralskar konur gátu ekki komist að samkomulagi í þrætum í mæðrahópi á Facebook. Þær ákváðu að hittast og enduðu hálfmeðvitundarlausar því til slagsmála kom þeirra á milli þar sem þær gátu bara engan veginn komist að samkomulagi.

Lögreglan í Nothern Beaches í útjaðri Sydney deildi því á Facebook síðu sinni að konurnar hefðu rifist um kórónavírusinn. Lögreglan segir að konurnar, sem eru á fertugsaldri og búa í Sydney, hafi ákveðið að hittast eftir að hafa rifist á Facebook. Fleiri meðlimir hópsins hafi ákveðið að mæta líka til þess að fylgjast með slagsmálunum.

Þær byrjuðu á því að rífast en slógust svo. Þær ýttu hvor annarri, lömdu og rifu í hár hvorrar annrrar. Það endaði með því að þær lágu í jörðinni, hálfmeðvitundarlausar, þrátt fyrir að viðstaddir hafi reynt að grípa inn í slagsmálin. Innlegg lögreglunnar vakti gríðarlega athygli í áströlskum fjölmiðlum og hefur því nú verið eytt.

Læknar töldu líkur á því að önnur kvennanna hefði hlotið heilaskaða. Hin hlaut meiðsli á öxl ásamt sárum og skurðum. Hún var einnig bólgin á handleggjum, búk og hálsi.

Ástæða þess að lögreglan eyddi innleggi sínu er sú að konurnar fengu yfir sig holskelfu hatursfullra ummæla. Samkvæmt Yahoo! News hefur önnur kvennanna kært hina fyrir ofbeldi, lögreglan rannsakar málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Í gær

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Í gær

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Engin tengsl á milli einhverfu og bóluefnis gegn svínaflensunni

Ný rannsókn – Engin tengsl á milli einhverfu og bóluefnis gegn svínaflensunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu

Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu