fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Tekinn af lífi fyrir þremur árum – Voru það mistök?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 07:01

Lendell Lee. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2017 var Lendell Lee tekinn af lífi í Arkansas í Bandaríkjunum. Hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð sem hann hélt ávallt fram að hann hefði ekki framið. Nú reynir systir hans að fá mál hans tekið upp á nýjan leik.

Það vakti mikla athygli 2017 þegar yfirvöld í Arkansas ákváðu að taka átta dauðadæmda fanga af lífi á aðeins einni viku. Ástæðan fyrir þessum fjölda aftaka var að lyfið, sem átti að nota í eitursprauturnar sem átti að nota við aftökurnar, var að komast á síðasta notkunardag. Dagbladet skýrir frá þessu.

Þetta endaði með að fjórir fangar voru teknir af lífi, þeirra á meðal Lendell Lee. Hann var dæmdur til dauða 1993 fyrir að hafa myrt hina 26 ára gömlu Debra Reese. En nú telja sumir að aftakan á Lee hafi hugsanlega verið stór mistök, hann hafi verið saklaus af morðinu.

Daginn fyrir aftökuna ræddi Lee við BBC og sagði þá:

„Síðustu orð mín munu alltaf vera og hafa alltaf verið: „Ég er saklaus.““

Nú ætla mannréttindasamtökin American Civil Liberties Union (ACLU) og The Innocene Projekt, sem vinnur að því að sanna sakleysi fólks sem hefur ranglega verið dæmt, að reyna að sanna að Lee sagði satt. Samtökin telja að niðurstöður DNA-sýna og greining á fingraförum, tengdum málinu, muni sanna að saklaus maður var tekinn af lífi.

Ef staðfest verður að Lee hafi verið tekinn af lífi fyrir glæp sem hann framdi ekki er það ekki í fyrsta sinn sem í ljós hefur komið að saklaust fólk hafi verið dæmt til dauða. Frá 1973 hafa 167 fangar, sem biðu aftöku á dauðagangi bandarískra fangelsa, verið sýknaðir. En þeir voru sýknaðir áður en þeir voru teknir af lífi. Það er ljóst að endurupptaka málsins og hugsanleg sýkna munu ekki gagnast Lee sjálfum en engu að síður vill systir hans, Patricia Young, halda málinu til streitu.  Hún hefur nú farið fram á að dómstóll í Arkansas afhendi henni öll gögn málsins.

Hún byggir málflutning sinn meðal annars á mati alþjóðlegra sérfræðinga sem hafa bent á ýmis stór mistök við meðferð málsins.

Lee var handtekinn tæplega tveimur klukkustundum eftir að lík Debra Rees fannst á heimili hennar í Jacksonville. Hún hafði verið barin til bana og blóð var um öll gólf og veggi. Lee var handtekinn langt frá morðvettvanginum. Ekkert fannst á honum sem tengdi hann við innbroti á heimili Rees og ekkert blóð fannst á honum. Lýsing tveggja vitna, sem höfðu séð morðingjann, passaði ekki við Lee.

The Guardian hefur eftir lögmönnum Patrica Young að réttarmeinafræðingar hafi mistúlkað gögn málsins og að rangar ályktanir þeirra hafi verið afskræmdar enn frekar í ákafanum við að fá Lee sakfelldan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum