fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

37 ára og hrein mey – „Ég hefði aldrei átt að segja frá þessu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 06:00

Lolo Jones. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta voru mistök. Þetta gerði út af við öll stefnumótin mín. Nú á ég ekki möguleika, áður átti ég þó að minnsta kosti möguleika.“ Þetta sagði bandaríski grindahlauparinn Lolo Jones í samtali við grínarann Kevin Hart í þættinum Cold as Balls. Þar ræddi hún hvaða áhrif það hefur haft á líf hennar að hún skýrði eitt sinn frá því að hún væri hrein mey. Hún vill ekki stunda kynlíf fyrr en hún hefur fundið þann eina rétt og gengið í hjónaband með honum. Þetta gerir hún af trúarlegum ástæðum en hún er kristin.

Hún segir að það að hún hafi skýrt opinberlega frá þessu hafi gert henni enn erfiðara fyrir við að finna hina einu sönnu ást.

„Áður fyrr var ég ekki viss um hvenær væri rétti tíminn til að segja þetta. Átti ég að kynnast honum betur fyrst eða átti ég bara að varpa sprengjunni.“

Sagði hún í samtalinu við Hart.

Íþróttaferill Jones er glæsilegur en hún er einn fárra íþróttamanna sem hafa keppt á Sumar- og Vetrarólympíuleikum.  Hún keppti í grindahlaupi 2008 og 2012 og var hluti af bandaríska bobsleðaliðinu á Vetrarleikunum 2014.

Hún náði ekki að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum en hefur unnið til gullverðlauna á HM í báðum íþróttunum. Hún freistar þess nú að komast á Ólympíuleikana í Tókýó.

Í viðtalinu við Hart sagði hún að ein af ástæðunum fyrir að hún hafi ekki náð að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum væri kannski að  hún hafi ekki stundað kynlíf.

„Það hjálpar kvenkyns frjálsíþróttakonum alltaf að stunda kynlíf. Það er gott fyrir hormónana.“

Í eldra viðtali sagði hún að „hún hafi verið særð hjartasári margoft“ vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja ekki stunda kynlíf fyrir hjónaband og að líklegast sé hún enn einhleyp vegna þess að „strákar nenna ekki að bíða eftir stelpum“.

Hún tjáði sig einnig eitt sinn um hversu stórt „afrek“ það er að sleppa því að stunda kynlíf.

„Það er það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu. Erfiðara en að æfa fyrir Ólympíuleikana. Að vera hrein mey er erfiðara en að leggja stund á háskólanám.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu