fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lúxushótel býður upp á gistingu með fílum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 18:30

Hin glæislega gistiaðstaða. Mynd:Anantara Golden Triangle Elephant Camp & Resort

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur auðvitað verið erfitt fyrir fólk að gista með fílum enda eru þeir engin smásmíði og líklegast ekki gott að fá einn slíkan upp í rúm. En taílenskt lúxushótel býður nú gestum sínum upp á gistingu úti í skógi með stórum fílahópi.

Það er þó ekki um það að ræða að gestirnir deili rúmi með fílunum en þeir gista í svokölluðum „Jungle Bubble“ sem eru gegnsæ, kúlulaga hús sem bjóða upp á allt það sem lúxushótel geta boðið upp á.

Það er hótelið Anantara Golden Triangle Elephant Camp & Resort sem býður upp á þennan gistimöguleika. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hótelinu. Gestirnir geta einnig fengið leiðsögn um frumskóginn þar sem þeir fá fræðslu um fíla og líf þeirra.

Þetta er glæsilegt. Mynd:Anantara Golden Triangle Elephant Camp & Resort

Húsin eru gegnsæ svo gestirnir geti virt fílana fyrir sér öllum stundum eða þá kannski að fílarnir virði fólkið inni í húsunum fyrir sér! Það eina sem ekki er gegnsætt í húsunum er salernisaðstaðan en reikna má með að flestir vilji vera aðeins út af fyrir sig þegar þeir sinna því sem sinna þarf á salerninu.

Gisting fyrir tvo kostar sem nemur um 70.000 íslenskum krónum nóttin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni