fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:00

Frá Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háskólastúdentar í Kaupmannahöfn eiga fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að upp komst að þeir voru aðeins of duglegir við að nota klippa/klístra möguleikann í tölvunum sínum. Talsmaður lögreglunnar segir að fólkið verði ákært og þurfi því að mæta fyrir dóm.

TV2 skýrir frá þessu. Samkvæmt frétt miðilsins þá er annarsvegar um 24 ára karlmann að ræða sem var staðinn að því síðastliðið haust að hafa breytt einkunnum sínum í tengslum við atvinnuumsókn. Hinsvegar er um 24 ára konu að ræða sem er grunuð um að hafa tvisvar á síðasta ári falsað læknisvottorð til að koma sér undan að mæta í próf.

Starfsfólki skólans fannst vottorðin grunsamleg og rannsakaði þau betur. Á öðru þeirra var fölsuð undirskrift læknis en á hinu var engin undirskrift.

Bæði hafa viðurkennt falsið og eiga 30 til 40 daga fangelsi yfir höfði sér.

Lögreglan í Kaupmannahöfn fær um 30 mál af þessu toga til rannsóknar á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk