fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Pressan

Grínið fór algjörlega úr böndunum – Tveir enduðu á sjúkrahúsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 06:01

Nicole Lyons. Mynd: Facebook/Nicole Lyons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hópur 14 ára pilta ákvað að gera bjölluat hjá Nicole Lyons, sem býr í Cheshire á Englandi, fór það algjörlega úr böndunum og enduðu tveir úr hópnum á sjúkrahúsi.

Piltarnir hringdu bjöllunni hjá Nicole sem brást illa við og öskraði á þá út um gluggann að hún ætlaði „að skera þá á háls“. Hún lét ekki við orðin tóm sitja og fór út og setti BMW bíl unnusta síns í gang og ók á tvo pilta úr hópnum.

Flytja þurfti þá báða á sjúkrahús en annar fótbrotnaði en hinn hlaut minniháttar áverka. Sá sem fótbrotnaði þurfti strax að fara í skurðaðgerð. Daily Mail skýrir frá þessu.

Lögreglan handtók Nicole í kjölfarið og hóf rannsókn á málinu. Þá komu fram færslur frá henni á Facebook þar sem hún hafði meðal annars skrifað:

„Bara svo þið vitið það piltar þá hafið þið valið rangt hús. Þið skuluð aldrei aftur koma nærri heimili mínu. Ég mun rífa ykkur á háls. Ég hef séð andlit ykkar. Ég mun ræða við foreldra ykkar.“

Málið var nýlega tekið fyrir hjá dómstól þar sem Nicole viðurkenndi að hafa ekið á drengina og að hafa valdið þeim líkamstjóni. Dómarinn sagði að piltarnir hefðu verið saklaus fórnarlömb og að Nicole hefði notað bílinn sem vopn.

„Þeir voru bara að spauga, spaug sem hefur þekkst árum saman. Þetta var mjög hættulegt og þú gerðir þetta meðvitað. Þú ert heppin að þeir meiddust ekki meira.“

Nicole hefur beðið piltana afsökunar. Hún var dæmd í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt ökuréttindum í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan
Pressan
Í gær

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana