Laugardagur 07.desember 2019
Pressan

Alibaba ætlar sér stóra hluti í Evrópu og Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski netverslunarrisinn Alibaba ætlar sér nú að taka slaginn við Amazon í Evrópu og Bandaríkjunum. Alibaba, sem er í eigu kínverska milljarðamæringsins Jack Ma, er stærsta netverslunin í Kína.

Nýlega opnaði fyrirtækið fyrstu verslun sína í Evrópu en hún er í Madrid á Spáni. Business Insider skýrir frá þessu. Nýja verslunin er einhverskonar sýningarsalur fyrir netverslun Alibaba, AliExpress. Áhugasamir geta komið í hana til að sjá og prófa vörur og síðan pantað þær á netinu.

AliExpress virkar að hluta eins og Amazon. Seljendur geta notfært sér vefinn til að selja eigin vörur. Í nýju versluninni eru rúmlega eitt þúsund vörutegundir í hillunum frá 60 framleiðendum.

Markmið Alibaba er að taka slaginn við Amazon sem er nú um fjórum sinnum stærra en kínverska fyrirtækið. Jack Ma hefur lýst yfir áhuga og vilja til að ná fótfestu á evrópska og bandaríska markaðnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Pressan
Í gær

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann
Pressan
Í gær

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Í gær

Var á atvinnuleysisbótum – Varð milljónamæringur á 10 dögum

Var á atvinnuleysisbótum – Varð milljónamæringur á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknirinn á 20 ára fangelsi yfir höfði sér

Læknirinn á 20 ára fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bauð milljónir fyrir upplýsingar um morðingjann – Nú hefur hún sjálf verið handtekin

Bauð milljónir fyrir upplýsingar um morðingjann – Nú hefur hún sjálf verið handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pókerspilari dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir svindl

Pókerspilari dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir svindl