fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Alibaba ætlar sér stóra hluti í Evrópu og Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski netverslunarrisinn Alibaba ætlar sér nú að taka slaginn við Amazon í Evrópu og Bandaríkjunum. Alibaba, sem er í eigu kínverska milljarðamæringsins Jack Ma, er stærsta netverslunin í Kína.

Nýlega opnaði fyrirtækið fyrstu verslun sína í Evrópu en hún er í Madrid á Spáni. Business Insider skýrir frá þessu. Nýja verslunin er einhverskonar sýningarsalur fyrir netverslun Alibaba, AliExpress. Áhugasamir geta komið í hana til að sjá og prófa vörur og síðan pantað þær á netinu.

AliExpress virkar að hluta eins og Amazon. Seljendur geta notfært sér vefinn til að selja eigin vörur. Í nýju versluninni eru rúmlega eitt þúsund vörutegundir í hillunum frá 60 framleiðendum.

Markmið Alibaba er að taka slaginn við Amazon sem er nú um fjórum sinnum stærra en kínverska fyrirtækið. Jack Ma hefur lýst yfir áhuga og vilja til að ná fótfestu á evrópska og bandaríska markaðnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“