fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Pressan

14 ára piltur myrti alla fjölskyldu sína – Nú telur lögreglan sig vita ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku skaut 14 ára piltur frá Alabama í Bandaríkjunum alla fjölskyldu sína, fimm manns, til bana. Nú telur lögreglan sig vita af hverju pilturinn myrti fjölskylduna.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla komst hann nýlega að því að móðir hans var ekki líffræðileg móðir hans. Frænka hans, Daisy McCarty, telur að það hafi hugsanlega orðið honum ofviða að komast að þessu.

Pilturinn skaut móður sína, föður og þrjú yngri systkin til bana á mánudagskvöldið á heimili fjölskyldunnar í Elkmont í Alabama.

Ekki hefur verið skýrt frá nafni piltsins vegna ungs aldurs hans en lögreglan hefur skýrt frá nöfnum hinna látnu. Pilturinn er sagður hafa hegðað sér mjög undarlega að undanförnu, meðal annars hafi hann kveikt í lifandi dýrum og brotist inn í skólann sinn.

Það var í síðustu viku sem hann heyrði í fyrsta sinn að Mary Sisk, 35 ára, væri ekki líffræðileg móðir hans en hún lést í Indiana 2011 segir al.com. Faðir hans, hinn 38 ára John Sisk, hafði farið fram á fullt forræði yfir piltinum 2010. Þá kom fram fyrir dómi að pilturinn hefði ekki séð móður sína síðan hann var þriggja ára.

Þegar hann hafði verið hjá móður sinni hafði lögreglan oft verið kölluð á vettvang því móðirin var ölvuð eða undir áhrifum lyfja.

Móðirin hélt ekki uppi vörnum fyrir dómi og því fékk John fullt forræði yfir piltinum.

Hann hefur játað að hafa skotið foreldra sína og þrjú systkin, sex mánaða, fimm ára og sex ára, til bana með 9 mm skammbyssu.

Hann er nú í unglingafangelsi og verður ákærður fyrir morð. Saksóknari hefur ekki útilokað að hann verði sóttur til saka sem fullorðinn væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

ESB keypti Remdesivir fyrir 10 milljarða króna

ESB keypti Remdesivir fyrir 10 milljarða króna
Fyrir 4 dögum

Hafralónsá – fengsælasta hollið í sumar

Hafralónsá – fengsælasta hollið í sumar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meðlimur Manson-fjölskyldunnar sækir um reynslulausn í 23. sinn

Meðlimur Manson-fjölskyldunnar sækir um reynslulausn í 23. sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótakmarkað innanlandsflug fyrir 70.000 krónur

Ótakmarkað innanlandsflug fyrir 70.000 krónur