fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |
Pressan

Þetta er helsta dánarorsök fólks í þróuðu ríkjum heims

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 05:55

Það eru margar veirur sem herja á okkur og verða mörgum að bana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þekkja eflaust einhvern sem er með eða var með krabbamein eða hjarta- og æðasjúkdóma. Þessir sjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma heims. Í nýrri rannsókn er farið yfir hvaða sjúkdómar verða fólki að bana. Það er mismunandi á milli landa og fer eftir hvort um hátekju-, miðtekju- eða lágtekjuland er að ræða.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet. Fram kemur að fleiri látist af völdum krabbameins en hjarta- og æðasjúkdóma í hátekjulöndum. Í miðtekju- og lágtekjulöndum eru það hins vegar hjarta- og æðasjúkdómar sem verða flestum að bana en 40 prósent allra dauðsfalla má rekja til þessara sjúkdóma.

Krabbameinstilfellum fjölgar frá ári til árs á meðan hjarta- og æðasjúkdómstilfellum fækkar. Ekki er því útilokað að krabbamein verði helsti banavaldur fólks um allan heim innan nokkurra ára.

Rúmlega 162.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem náði yfir tæp 10 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Snowden vill hæli í Frakklandi

Snowden vill hæli í Frakklandi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir