Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Sjaldgæf stökkbreyting – Sumir þurfa bara fjögurra tíma svefn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 23:00

Hvað skyldi hún þurfa mikinn svefn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt að fá góðan nætursvefn, þetta höfum við örugglega öll heyrt og lesið um. Rannsóknir hafa einnig sýnt að svefnskortur geti aukið líkurnar á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og tengist ótímabærum dauða.

Það er þó misjafnt hversu langan svefn fólk þarf. Flestir fullorðnir sofa í 7 til 8 klukkustundir á hverri nóttu. En það er til fólk sem sefur aðeins í fjórar klukkustundir og er samt sem áður við hestaheilsu.

Vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafa fundið stökkbreytt gen sem stýrir hugsanlega svefnþörf fólks.  Þeir rannsökuðu gen 12 manns úr sömu fjölskyldu en þau sofa öll aðeins um 4,5 klukkustundir á hverri nóttu og virðist það duga þeim vel.

Stökkbreyting fannst í geni sem heitir ADRB1. Vísindamennirnir stökkbreyttu síðan geni í rottum og gerðu það eins og genið í fólkinu. Í kjölfarið sváfu rotturnar aðeins 55 mínútur á sólarhring að meðaltali.

Vísindamennirnir telja að stökkbreytiningi hafi ekki heilsufarslegar afleiðingar en þó sé erfitt að sanna það. Stökkbreytingin er ekki gömul og hefur því ekki dreifst sérstaklega mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Í gær

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings