fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Sjaldgæf stökkbreyting – Sumir þurfa bara fjögurra tíma svefn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 23:00

Hvað skyldi hún þurfa mikinn svefn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt að fá góðan nætursvefn, þetta höfum við örugglega öll heyrt og lesið um. Rannsóknir hafa einnig sýnt að svefnskortur geti aukið líkurnar á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og tengist ótímabærum dauða.

Það er þó misjafnt hversu langan svefn fólk þarf. Flestir fullorðnir sofa í 7 til 8 klukkustundir á hverri nóttu. En það er til fólk sem sefur aðeins í fjórar klukkustundir og er samt sem áður við hestaheilsu.

Vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafa fundið stökkbreytt gen sem stýrir hugsanlega svefnþörf fólks.  Þeir rannsökuðu gen 12 manns úr sömu fjölskyldu en þau sofa öll aðeins um 4,5 klukkustundir á hverri nóttu og virðist það duga þeim vel.

Stökkbreyting fannst í geni sem heitir ADRB1. Vísindamennirnir stökkbreyttu síðan geni í rottum og gerðu það eins og genið í fólkinu. Í kjölfarið sváfu rotturnar aðeins 55 mínútur á sólarhring að meðaltali.

Vísindamennirnir telja að stökkbreytiningi hafi ekki heilsufarslegar afleiðingar en þó sé erfitt að sanna það. Stökkbreytingin er ekki gömul og hefur því ekki dreifst sérstaklega mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir
Fyrir 3 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

32.000 lítrar af gini enduðu á veginum

32.000 lítrar af gini enduðu á veginum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skrifaði umsögn um hótel á netið – Stefnt fyrir dóm af hótelinu

Skrifaði umsögn um hótel á netið – Stefnt fyrir dóm af hótelinu