fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |
Pressan

Rafrettureykingar kostuðu hana nærri lífið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 06:59

Maddie á sjúkrahúsi. Mynd úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi í þrjú ár reykti Maddie Nelson, sem nú er 18 ára, rafrettur. Hún birti myndir af reykingunum á YouTube og sýndi þar færni sína við reykingar og við að gera ýmsar brellur með reyknum. En þann 1. ágúst síðastliðinn var hún lögð inn á sjúkrahús í Utah í Bandaríkjunum vegna öndunarörðugleika, bakverkja og nýrnavandamála. Að lokum var henni haldið sofandi, svo alvarlegt var ástand hennar.

Bandarískir fjölmiðlar skýra sumir frá þessu sem og Maddie á Facebooksíðu sinni. Þar kemur fram að röntgenmyndir hafi sýnt að að lungu hennar voru mjög sködduð og var hún greind með bráðalungnabólgu. Þar hafði mikið af hvítum blóðkornum safnast saman og var það bein afleiðing af notkun rafretta að sögn lækna.

Maddie náði sér þó og hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Óhætt er að segja að veikindin hafi valdið algjörum viðsnúningi hjá henni varðandi rafrettur því nú beinir hún kröftum sínum að því að vekja athygli fólks á þeim hættum sem geta fylgt notkun rafretta. Ásamt systur sinni, Andrea, hefur hún sett GoFundMe-síðu á laggirnar til að dreifa sögu sinni og segja fólki að „rafrettur eru ekki hollur valkostur við venjulegar sígarettur“.

Maddie á meðan hún var enn að breiða út fagnaðarerindi rafretta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Snowden vill hæli í Frakklandi

Snowden vill hæli í Frakklandi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir