fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Líki kokksins var hent í ruslatunnu – Viðamikið mál

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglan birtist í hótelherbergi í Queens á Long Island í Bandaríkjunum í síðustu viku blasti lík við. Þetta var líkið af kokkinum Andrea Zamperoni en tilkynnt hafði verið að hann væri týndur. Búið var að pakka líkinu inn í sængurfatnað og setja það ofan í ruslatunnu þannig að aðeins fæturnir stóðu upp úr.

New York Times skýrir frá þessu. Í herberginu var vændiskonan Angelina Barini og var hún handtekin vegna rannsóknar málsins. En málið hefur undið upp á sig því það er talið tengjast láti tveggja manna til viðbótar á öðrum hótelum í Queens. Þeir menn, eins og Zamperoni, létust af völdum ofneyslu fíkniefna.

Lögreglan telur að tveir menn, samverkamenn Barini, tengist málinu. Annar þeirra er sagður hafa verið melludólgur hennar og hinn hafi útvegað henni fíkniefni. Þremenningarnir eru sögð hafa gefið mörgum viðskiptavina Barini fíkniefni og hafi síðan stolið frá þeim.

Barini segist hafa stundað vændi og hafi gefið Zamperoni fljótandi alsælu eftir að hann hafði greitt henni fyrir kynlíf.

Barini var úrskurðuð í gæsluvarðhald og getur ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar. Hún er grunuð um að hafa dreift fíkniefnum sem innihalda hið umtalaða efni fentanýl sem er eitt umtalaðasta fíkniefnið í Bandaríkjunum í dag enda samofið ópíóíðafaraldrinum þar í landi. Efnið er 50 sinnum sterkara en heróín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?