fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |
Pressan

Grunaður um að hafa ætlað að myrða nokkra danska lækna – Náði að myrða einn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 19:00

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku en hann er grunaður um að hafa myrt Charlotte Asperuds, lækni, þann 30. apríl síðastliðinn. Brotist var inn á heimili hennar í Tisvilde um miðja nótt þegar hún svaf og ráðist á hana og henni ráðin bani. Asperuds var 58 ára. Grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað að myrða fleiri lækna.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Lögreglan er sögð hafa fundið ýmis gögn á heimili hins grunaða, þar á meðal lista með nöfnum lækna sem hann hafði einnig átt í samskiptum við. Nafn Asperuds var á listanum.

Nöfn sex lækna eru sögð hafa verið á listanum. Þeir voru allir á vakt á slysavarðsstofunni í Hillerød 2014 þegar komið var með hinn grunaða þangað slasaðan eftir umferðarslys. Hegðun mannsins var með þeim hætti þar að læknarnir komu manninum undir hendur geðlækna og sætti hann eftirliti þeirra.

Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þetta.

Hinn grunaði hefur margoft komist í kast við lögin og hefur hlotið marga refsidóma. 2013 var hann dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir 200 brot, til dæmis þjófnaði, fjárdrátt og ölvunarakstur. Hann hefur margoft verið lagður inn á geðdeildir.

Lögreglan hefur farið fram á að maðurinn sæti geðrannsókn en það hefur ekki verið hægt enn og lögreglunni hefur heldur ekki tekist að yfirheyra manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Snowden vill hæli í Frakklandi

Snowden vill hæli í Frakklandi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir