Laugardagur 18.janúar 2020
Pressan

Eldri konu haldið sem þræl – Varð að borða kattamat til að lifa af

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 22:00

Maria Miller þrælahaldari. Mynd:Metropolitan Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan kona á áttræðisaldri svalt, þurfti að sofa á gólfinu eða í útihúsinu og vinna frá morgni til kvöld stýrði Maria Miller, 65 ára, bankareikningum hennar og lífeyri og notaði peningana fyrir sjálfa sig. Þetta stóð yfir í fjögur ár og er óhætt að segja að konan hafi verið þræll Miller.

Miller var í síðustu viku dæmd í þriggja ára fangelsi af dómstól í Snaresbrook á Englandi fyrir að hafa haldi konunni fanginni og að hafa stolið frá henni. Lögreglan birti í síðustu viku myndir af Miller og frá heimili hennar sem var hlaðið dýrum fatnaði og húsgögnum.

Miller hitti konuna fyrir utan gæludýraverslun og bauð henni að vinna sem sjálfboðaliði í kattaathvarfi. 2012 sannfærði hún konuna, sem er þroskaskert, um að flytja heim til sín. Þar beið konunnar ömurleg tilvera þar sem hún var látin hírast í garðinum og þrífa dýrabúr í staðinn fyrir mat eða til að fá að koma inn í húsið.

Húsið var fullt af dýrum vörum.

Hún léttist mikið því Miller neitaði oft að gefa henni að borða og neyddi hana til að sofa á gólfinu eða í útihúsi.

Fyrir dómi kom fram að konan neyddist til að borða hunda- og kattamat til að halda hungrinu í skefjum. Hún fékk ekki að nota síma og hvað þá sinn eigin lífeyri. Í júní 2016 tókst henni að flýja úr húsinu og hafa samband við vin sem hafði samband við lögregluna og félagsmálayfirvöld. Miller var handtekin í kjölfarið en látin laus gegn tryggingu.

Við leit á heimili hennar fann lögreglan erfðaskrá þar sem konan hafði verið látin skrifa undir að Miller fengi allar eigur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum
Pressan
Í gær

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn skar liminn af manni sem nauðgaði eiginkonu hans – Á þyngri refsingu yfir höfði sér en nauðgarinn

Eiginmaðurinn skar liminn af manni sem nauðgaði eiginkonu hans – Á þyngri refsingu yfir höfði sér en nauðgarinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA