fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |
Pressan

Eldri konu haldið sem þræl – Varð að borða kattamat til að lifa af

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 22:00

Maria Miller þrælahaldari. Mynd:Metropolitan Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan kona á áttræðisaldri svalt, þurfti að sofa á gólfinu eða í útihúsinu og vinna frá morgni til kvöld stýrði Maria Miller, 65 ára, bankareikningum hennar og lífeyri og notaði peningana fyrir sjálfa sig. Þetta stóð yfir í fjögur ár og er óhætt að segja að konan hafi verið þræll Miller.

Miller var í síðustu viku dæmd í þriggja ára fangelsi af dómstól í Snaresbrook á Englandi fyrir að hafa haldi konunni fanginni og að hafa stolið frá henni. Lögreglan birti í síðustu viku myndir af Miller og frá heimili hennar sem var hlaðið dýrum fatnaði og húsgögnum.

Miller hitti konuna fyrir utan gæludýraverslun og bauð henni að vinna sem sjálfboðaliði í kattaathvarfi. 2012 sannfærði hún konuna, sem er þroskaskert, um að flytja heim til sín. Þar beið konunnar ömurleg tilvera þar sem hún var látin hírast í garðinum og þrífa dýrabúr í staðinn fyrir mat eða til að fá að koma inn í húsið.

Húsið var fullt af dýrum vörum.

Hún léttist mikið því Miller neitaði oft að gefa henni að borða og neyddi hana til að sofa á gólfinu eða í útihúsi.

Fyrir dómi kom fram að konan neyddist til að borða hunda- og kattamat til að halda hungrinu í skefjum. Hún fékk ekki að nota síma og hvað þá sinn eigin lífeyri. Í júní 2016 tókst henni að flýja úr húsinu og hafa samband við vin sem hafði samband við lögregluna og félagsmálayfirvöld. Miller var handtekin í kjölfarið en látin laus gegn tryggingu.

Við leit á heimili hennar fann lögreglan erfðaskrá þar sem konan hafði verið látin skrifa undir að Miller fengi allar eigur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Snowden vill hæli í Frakklandi

Snowden vill hæli í Frakklandi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir