fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Breskur hermaður gerði allt vitlaust í Frakklandi: Þetta skildi hann eftir á einu hæsta fjalli Evrópu

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Matthew Disney, fyrrverandi hermaður í breska hernum, sé ekki vinsælasti maðurinn hjá tilteknum bæjarstjóra í Frakklandi um þessar mundir.

Disney ákvað á dögunum að klifra upp á Mont Blanc en hann hafði meðferðis stóra og mikla róðravél – eins vél og margir hamast á í líkamsræktarstöðvum landsins. Allt var þetta gert í góðum tilgangi en markmið Disney var að safna áheitum sem síðan runnu til góðgerðarmála. Raunar hefur Disney gert þetta víða á undanförnum árum og klifið mörg hæstu fjöll heims með róðravélina meðferðis.

Disney kom róðravélinni langleiðina upp en þurfti frá að hverfa vegna slæms veðurs þegar hann var skammt frá toppnum. Brá hann á það ráð að skilja róðravélina eftir uppi á fjallinu en það hefur ekki fallið vel í kramið hjá yfirvöldum á svæðinu.

Jean-Marc Peillex, bæjarstjóri í nágrenni fjallsins, segir að Disney sé „brjálæðingur“ sem hafi mengað fjallið með því að skilja róðravélina eftir. Gerði hann grín að nafni Disney og sagði hann að Mont Blanc væri sko enginn Disney-skemmtigarður. Þá sagðist Peillex ætla að senda breska sendiráðinu reikning upp á tæpar 300 þúsund krónur fyrir að koma vélinni niður.

Sjálfur segir Disney að viðbrögð bæjarstjórans séu allt of hörð. Hann hafi þurft að skilja vélina eftir vegna veðurskilyrða en ætlun hans hafi verið að ganga aftur upp og sækja hana. „Ég myndi aldrei skilja eftir mig rusl – hvað þá fjöllum sem ég hef mikla ástríðu fyrir,“ segir hann.

Óvíst er hvernig og hvenær róðravélin verður fjarlægð af fjallinu en Peillex lét hafa eftir sér í viðtali í vikunni að Disney fengi ekki að snúa aftur á fjallið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Í gær

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás