fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Lottóvinningshafi lést á dularfullan hátt

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 24. september 2019 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Gebru, 41 árs Kanadamaður af eþíópísku bergi brotinn, datt í lukkupottinn árið 2017 þegar hann vann tæplega einn milljarð króna í lottóinu. Nú, aðeins tveimur árum síðar, er Michael látinn en talið er að honum hafi verið ráðinn bani.

Rétt áður en að Michael vann þann stóra hafði hann misst vinnuna í framleiðslufyrirtæki í Toronto. Aðstandendur hans hafa nú stigið fram í samtali við CBC og kallað eftir upplýsingum um dauða hans um helgina.

Michael flutti til heimalandsins, Eþíópíu, eftir að hann fékk vinninginn greiddan og það var þar sem hann lést síðastliðinn laugardag. „Hann vildi bara gera meira fyrir landið sitt,“ segir Sosuna Asefaw, frænka hans, í samtali við CBC um ástæður þess að hann fór til Eþíópíu.

Michael hafði dvalið til skiptis í Kanada og Eþíópíu undanfarin misseri en hann fór á heimaslóðir sínar í Eþíópíu fyrir um það bil tveimur vikum. Aðstandendur hans hafa fengið litlar upplýsingar um málið en grunur leikur á að glæpamenn hafi ætlað að ræna hann og þeir búið yfir vitneskju um að hann væri ríkari en meðalmaðurinn.

„Við vitum ekkert hvað gerðist. Fólk í kringum hann í Kanada þekkti sögu hans en það gerði líka fólk í Eþíópíu – því þetta er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi að fólk vinni stórar upphæðir í lottóinu.“ segir Asefaw.

Michael hafði gefið kirkjum á heimaslóðum sínar veglegar upphæðir að undanförnu. Fjölmiðlar í Eþíópíu fullyrða að Michael hafi látist þegar ránstilraun fór út um þúfur, en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Aðstandendur hans í Kanada hafa kallað eftir aðstoð lögregluyfirvalda í Kanada og sendiráðs Kanada í Eþíópíu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?