fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fjölskyldan var að taka til heima hjá látna lækninum – Gerðu hræðilega uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 06:00

Ulrich Klopfer. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fjölskylda Ulrich Klopfer, læknis, var að tæma íbúð hans í Indiana í Bandaríkjunum eftir andlát hans fann hún 2.246 fóstur eða fósturhluta. Klopfer hafði starfað við fóstureyðingar.

Sky og CNN skýra frá þessu. Fram kemur að Klopfer hafi látist þann 3. september síðastliðinn. Sky segir að hann hafi verið sá fóstureyðingalæknir í Indiana sem hafði mest að gera en hann framkvæmdi mörg þúsund fóstureyðingar síðustu áratugi.

Allt þar til 2016 rak hann þrjár fóstureyðingarstofur í Indiana en þá neyddist hann til að loka þeim eftir að hann var sviptur starfsleyfi. Það gerðist vegna fjölda brota hans á lögum um fóstureyðingar. Meðal annars hafði hann látið hjá líða að tryggja að hæft starfsfólk væri til staðar á meðan og eftir að fóstureyðingar voru framkvæmdar. Einnig var hann áminntur fyrir að hafa ekki tilkynnt um fóstureyðingu sem hann framkvæmdi hjá 13 ára stúlku.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á málinu sem er hið undarlegasta svo ekki sé meira sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“