fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Pressan

Þess vegna fór Thomas Cook á hausinn

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 23. september 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Cook, ein elsta ferðaskrifstofa heims, er gjaldþrota og hætt starfsemi eftir að viðræður um að bjarga félaginu sigldu í strand í nótt.

Þetta er mikið áfall fyrir Breta, en 22 þúsund manns störfuðu fyrir félagið og þá er talið að um 600 þúsund manns, sem voru í ferðum á vegum ferðaskrifstofunnar, séu í vanda vegna gjaldþrotsins.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og reynt að varpa ljósi á það sem fór úrskeiðis. Gjaldþrotið átti sér nokkurn aðdraganda og höfðu fjölmiðlar fjallað síðustu daga um að gjaldþrot væri yfirvofandi ef viðræður við fjárfesta sigldu í strand.

Thomas Cook var skuldum vafið en talið er að þær hafi numið 1,6 milljörðum punda þegar yfir lauk. Reksturinn hafði gengið erfiðlega síðustu ár, en í júlí síðastliðnum tilkynnti félagið að það hefði tryggt 900 milljónir punda í reksturinn. Fjármagnið kom frá stærsta hluthafanum, kínversku fyrirtækjasamsteypunni Fosun.

Ástæðan fyrir því að félagið fór í gjaldþrot var sú staðreynd að helstu lánardrottnar, Royal Bank of Scotland og Lloyds, töldu að félagið þyrfti of mikið fjármagn til að halda sér á floti, eða 200 milljónir punda. Þolinmæðin var á þrotum, ekki síst í ljósi þess að lánardrottnar höfðu þegar látið félagið fá 675 milljónir punda yfirdráttarlán. Skiptastjórar verða nú skipaðir yfir búinu og munu þeir fara yfir kröfur í búið.

Fjölmargir áttu bókaðar ferðir með Thomas Cook á næstu vikum og mánuðum, en í frétt Mail Online kemur fram að þeir ættu að fá ferðir sínar endurgreiddar. Þeir sem eru þegar strandaglópar erlendis ættu einnig að komast heim án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir það. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur látið hafa eftir sér að mikil áhersla verði lögð á að koma fólki heim hratt og örugglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 3 dögum

Bubbi búinn að sjá þrjá í Laxa í Kjós

Bubbi búinn að sjá þrjá í Laxa í Kjós
Fyrir 3 dögum

Einstakt tækifæri fyrir veiðimenn

Einstakt tækifæri fyrir veiðimenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segir að Trump eigi ekki að taka malaríulyf því hann sé „sjúklega feitur“

Segir að Trump eigi ekki að taka malaríulyf því hann sé „sjúklega feitur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mun sumarhitinn gera út af við kórónuveiruna?

Mun sumarhitinn gera út af við kórónuveiruna?