fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Myndinni var deilt 34.000 sinnum eftir umhverfismótmæli – Síðan kom sannleikurinn í ljós

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 21:00

Umrædd mynd: Mynd: The Hemp Trading Company

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagsverkföll og mótmæli vegna aðgerðarleysis í loftslagsmálum hafa staðið yfir um hríð og var Ástralía meðal fyrstu ríkjanna þar sem mótmæli af þessu tagi fóru fram. Síðasta föstudag tóku um 100.000 manns þátt í mótmælum í Melbourne, 80.000 í Hyde Park í Sydney og 22.000 í Hobart. Að mótmælum loknu birtu samtökin The Australian Youth Coal Coalition mynd af umgengninni í Hyde Park í Sydney og hneyksluðust á umgengninni.

„Svona mikið rusl skildu loftslagsmótmælendur eftir sig í hinum fallega Hyde Park garði. Svo mikið plast. Svo mikið rusl. Svo sorglegt.“

Skrifuðu samtökin með myndinni á Facebook en á henni má sjá rusli þakinn almenningsgarð. Einnig sögðu samtökin að þau hefðu tekið til hendinni og hreinsað Hyde Park. Myndin fór á mikið flug í netheimum og var deilt 34.000 sinnum á skömmum tíma og um 10.000 athugasemdir voru skrifaðar við hana.

En sumum fannst þetta nú eitthvað skrýtið og fóru að skoða málið betur og komust að hinu sanna. Myndin var svo sannarlega tekin í Hyde Park en bara í Hyde Park í Lundúnum á Englandi. Hún var heldur ekki tekin eftir mótmæli umhverfisverndarsinna heldur eftir árlega samkomu kannabissamtaka í apríl síðastliðnum.

Daginn eftir þá samkomu létu samtökin The Hemp Trading Company kannabisfólkið heyra það fyrir umgengnina og sögðu að það hefðu verið umhverfisverndarsinnar úr Extinction Rebellion hreyfingunni sem hefðu þurft að þrífa garðinn.

Nú hefur The Australian Youth Coal Coalition eytt færslum sínum af Facebook og hefur ekki svarað spurningum fréttamanna um málið sem lítur ekki vel út fyrir samtökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“