fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

Synirnir vissu ekki um leyndarmál foreldranna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. september 2019 21:30

Synirnir Alex og Tim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki annað að sjá en Tracey Foley og Donald Heathfield væru eins og hverjir aðrir Kanadamenn búsettir í Bandaríkjunum. En það voru þau ekki. Þau bjuggu í Boston með tveimur sonum sínum þegar þessi saga hefst árið 2010. Þá voru synirnir, Alex og Tim, 16 og 20 ára. Donald hafði lagt stund á nám í Frakklandi og gegndi stjórnunarstöðu hjá bandarísku ráðgjafafyrirtæki. Tracey hafði árum saman látið synina vera í forgangi og unnið heima en fór síðan að vinna sem fasteignasali.

Á yfirborðinu var ekki annað að sjá en hér væri um að ræða venjulega bandaríska fjölskyldu með kanadískar rætur. Þau elskuðu að ferðast til útlanda og synirnir voru hvattir til að vera fræðast um heiminn.

Leyndarmálið afhjúpað

En hjónin áttu sér leyndarmál, leyndarmál sem synirnir vissu ekki einu sinni um. Þegar Tim fagnaði tvítugsafmæli sínu þann 27. júní 2010 fór fjölskyldan saman út að borða til að fagna þessum merka áfanga. Síðan fóru þau heim og opnuðu kampavínsflösku. Tim ætlaði að fara út með nokkrum vinum sínum síðar um kvöldið. Eftir að dreypt hafði verið á kampavíninu fóru Tim og Alex inn í herbergin sín til að slappa af.

Síðan var barið að dyrum. Tracy fór til dyra og kallaði á Tim því hún taldi að vinir hans væru komnir. En þegar hún opnaði útidyrnar blöstu við henni svartklæddir og vopnaðir menn sem öskruðu:

Tracey heitir í raun Elena Vavilova.

„FBI!“

Í kjölfarið komust bræðurnir að ýmsu um foreldra sína. Þau voru ekki kanadísk. Þau hétu heldur ekki Tracey Foley eða Donald Heathfield. Það voru nöfn tveggja kanadískra barna sem létust mörgum árum áður. Þau hétu í raun Andrej Bezrukov og Elena Vavilova. Bæði fædd í Sovétríkjunum sálugu og bæði voru þau njósnarar rússnesku leyniþjónustunnar SVR.

En þau voru ekki einu Rússarnir sem komst upp um því átta aðrir voru einnig handteknir. Ástæðan var að bandarískri leyniþjónustu hafði tekist að fá Alexander Potejev, sem var aðstoðarforstjóri þeirrar deildar rússnesku leyniþjónustunnar sem sá um starfsemi njósnara á erlendri grund, til að svíkja lit og ganga Bandaríkjunum á hönd. Hann lagði spilin á borðið í kjölfarið og skýrði frá nöfnum tíu rússneskra njósnara sem bjuggu í Bandaríkjunum.

Andrej og Elena gengu í hjónaband í Sovétríkjunum á níunda áratugnum. Þau voru bæði ráðin til starfa af KGB og síðan fluttu þau til Vesturlanda en hvort í sínu lagi. Þau fengu síðan nöfn tveggja kanadískra kornabarna sem létust á sjöunda áratugnum.

Í lok níunda áratugarins „hittust“ hjónin síðan í Kanada en sá fundur þeirra var sviðsettur. Þau byrjuðu að draga sig saman í annað sinn en nú undir nýju nöfnunum. Þau gengu síðan í hjónaband, öðru sinni. Því næst fluttu þau til Frakklands og síðan til Boston. Allt var þetta gert samkvæmt ákveðnu skipulagi til að fela slóð þeirra.

Synirnir Alex og Tim vissu ekkert.

Bók og sjónvarpsþættir

Elena skrifaði síðar bók um líf þeirra sem njósnarar, hún heitir „The Woman Who Can Keep Secrets“. Um skáldsögu er að ræða en hún er byggð á lífi þeirra.

„Njósnari verður að vera leikari en leikari sem þarf ekki áhorfendur eða svið og þarfnast ekki viðurkenningar frá öðrum,“ sagði Elena í viðtali við The Guardian. En málið hefur einnig orðið uppspretta sjónvarpsþáttaraðar því þáttaröðin „The Americans“ er byggð á sögu hjónanna. Elena hefur séð þættina og sagði að í þeim sé hinum andlegu og sálfræðilegu þáttum, sem hjónin glímdu við, vel lýst. Hins vegar hafi þau ekki stundað morð og kynlíf í tengslum við starfið. Þau hafi aldrei beitt ofbeldi eða klætt sig í dulargervi. Hlutverk þeirra hafi verið að búa til trúverðugar persónur sem lifðu venjulegu lífi.

„Fólk heldur að við höfum lifað á ystu nöf allan tímann en í rauninni var lífið í föstum skorðum og frekar leiðinlegt,“ sagði Elena.

Vísað úr landi

Hjónin játuðu að hafa unnið í leyni fyrir rússnesk stjórnvöld. Þau voru síðan send til Rússlands ásamt hinum átta njósnurunum í skiptum fyrir fjóra Rússa sem höfðu verið sakfelldir fyrir að hafa starfað fyrir vestræna leyniþjónustu í Rússlandi.

Saga hjónanna varð uppsprettan að þáttunum The Americans.

Nokkrum dögum eftir að hjónin voru send til Rússland voru synir þeirra einnig sendir þangað. Þeir voru sviptir kanadískum ríkisborgararétti en þeir fæddust í Toronto í Kanada. Þetta var mikið áfall fyrir þá þar sem þeir töluðu ekki rússnesku og töldu sig vera kanadíska og upplifðu sig sem Kanadamenn. Þeir fóru með mál sitt fyrir dóm til að reyna að fá kanadíska ríkisborgararéttinn aftur. Samkvæmt kanadískum lögum eiga öll börn sem fæðast í Kanada rétt á að fá kanadískan ríkisborgararétt en það er þó ein undantekning á þeirri reglu því barn móður, sem starfar fyrir erlent ríki, getur ekki fengið ríkisborgararétt.

Málið hefur farið víða í kanadíska réttarkerfinu og bíður nú niðurstöðu hæstaréttar. Alex fékk kanadískt vegabréf á meðan beðið er eftir lokaniðurstöðu í málinu. Hann gat því farið til Kanada á síðasta ári en hann vonast til að geta komið sér fyrir í landinu og fengið vinnu í bankageiranum. En foreldrar hans geta ekki komið í heimsókn því þeim er meinað að koma til Kanada.

„Þau geta ekki komið hingað og það er refsing þeirra. En af hverju á ég að líða fyrir eitthvað sem þau gerðu? Það stafar engin hætta af mér. Ég er kanadískur ríkisborgari og er hér til að lifa mínu eigin lífi,“ sagði Alex í viðtali við CBS News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik
Fyrir 2 dögum

Frábær veiði á Þingvöllum

Frábær veiði á Þingvöllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“