fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fjölmiðlafælin fjölskylda geymir milljarða í útlöndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 06:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Sackler-fjölskylda er meðal auðugustu fjölskyldna landsins. Auður hennar byggir að miklu á hagnaði af rekstri lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma sem fann upp hið umtalaða OxyContin verkjalyf. OxyContin er talið vera upphafið að hinum gríðarlega ópíóíðafaraldri sem nú herjar á Bandaríkin og verður þúsunda að bana árlega. Fjölkskyldunni hefur alltaf tekist að halda nafni hennar „hreinu“ en nú eru komnir brestir í glansmyndina í tengslum við umræðu um faraldurinn og málshöfðunum rignir yfir fyrirtæki fjölskyldunnar.

The New York Times segir að fjölskyldumeðlimir hafi flutt milljarða úr landi, oft í gegnum banka í Sviss. Þetta er liður hennar í að reyna að koma auði undan vegna þeirra málshöfðana sem nú eru í gangi og yfirvofandi.

Fjölskyldan byrjaði að markaðssetja OxyContin af krafti á miðjum tíunda áratugnum og greiddi læknum meðal annars fyrir að segja að litlar líkur væru á að fólk yrði háð lyfinu en í dag eru milljónir Bandaríkjamanna háðir því. Frá aldamótum er talið að 300.000 manns hafi látið lífið af völdum misnotkunar á lyfseðilsskyldum verkjalyfjum, þar á meðal OxyContin.

Purdue Pharma gerði í síðustu viku dómssátt við hluta þeirra 1.500 manns og stofnana sem hafa saksótt það vegna málsins. í sáttinni felst meðal annars að Sackler-fjölskyldan verður að láta stjórnina yfir Purdue Pharma eftir og sjálf greiða mörg hundruð milljónir dala.

En mörg ríki Bandaríkjanna hafa hafnað sáttinni og segja að fjölskyldan sleppi alltof ódýrt frá þessu, meðal annars vegna þess að henni hafi tekist að fela hluta af ótrúlegum auð sínum. Talsmaður fjölskyldunnar vísar þessu á bug.

Purdue Pharma hefur sótt um greiðslustöðvun og ef hún fæst er ætlunin að leysa fyrirtækið upp og stofna það á nýjan leik en nú sem sjóð sem allar málshöfðanirnar ná ekki til. Þannig verður hægt að loka á allar málshöfðanirnar sem hafa skollið á fyrirtækinu.

Þar til nýlega vissu fáir Bandaríkjamenn að Sackler-fjölskyldan stæði á bak við OxyContin. Fjölskyldan ræðir aldrei við fjölmiðla um lyfið, lætur aldrei sjá sig í fyrirtækinu sínu og heldur ekki á ráðstefnur í lyfjageiranum. Flestir hafa tengt fjölskylduna við góðgerðarmál því hún hefur á undanförnum áratugum gefið milljónir dollara til safna, háskóla og annarra góðra verka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?